Lífið í Stanfjord

Friday, August 11, 2006

Allt að gerast

50cent kominn í bæinn. Ef myndin prentast vel má sjá að hjólkopparnir snúast ennþá, löngu eftir að bifreiðin nam staðar.
Arnhildur vælandi af ánægju yfir garðinum, sem er hátt í 3 fermetrar.
Hildur búin að finna sér fermetra til að sofa á.
Viðar plataði Borghildi í smá "In-N-Out".
Litlu systkinin fá stuðning hvort hjá öðru í brjálæðinu.

Og margt og mikið er búið að gerast síðan við komum hingað :) Meðal annars að kaupa svartan bíl , Ford Expedition - beint úr kassanum og líka DVD í bílnum :) og auðvitað leður í sætunum :)
Svo erum við nú líka búin að fara í Ikea svona fimm sinnum og eyða svona sirkabát 7-9 klst. þarna inni.
Svo var Viðar að klára að setja sófann okkar saman hérna þannig stofan er strax orðin betri :)
Og öll erum við komin á hjól nema Hildur eldri... þannig við getum hjólað í skólann og svol. :)

Adda.


2 Comments:

At 3:06 PM, Anonymous Anonymous said...

Gaman að sjá fyrsta "Ameríku-bloggið" frá ykkur og sjá myndirnar. Það er aldeilis gott að vita til þess að KR-ingurinn heldur þétt um yngri systur sína meðan hinir eldri leggja hönd á plóginn eins og sönnum landnemum sæmir!
Bestu kveðjur af klakanum, mapa

 
At 3:13 PM, Anonymous Anonymous said...

Gott að heyra frá ykkur og gaman að sjá myndirnir af ykkur :o)

Adda og Davíð

 

Post a Comment

<< Home