Lífið í Stanfjord

Saturday, August 12, 2006

Það helsta...

Það hefur tekið okkur töluverðan tíma að koma okkur almennilega fyrir hér í Stanford. Eftir endalausar ferðir í IKEA, BEST BUY, TARGET, COSTCO og þessar helstu basic verslunarkeðjur er þetta alveg að smella saman. Viðar er búinn að mastera samsetningar á IKEA svefnsófum og öðrum nauðsynjum, og Boddí búin að tjúna upp stemmninguna með púðum, kertum og IKEA lömpum. Námsmennirnir allir komnir á hjól og allt að detta í gír. Hildur Viðarsdóttur eldri er með flokkunarkerfi á öllu rusli alveg á hreinu og orðin öllum hnútum kunn í þvottahúsinu í næsta húsi. Hún er líka snillingur í að sjá til þess að við nærumst vel í öllum látunum.



Tengdamömmutryllirinn kominn í daglegan pönnukökubakstur


Hildur Theodóra í litla sæta garðinum í litlu sætu skónum sínum


Hetja fjölskyldunnar sem byrjaði á því að skella sér í tveggja tíma enskupróf í Palo Alto High School


Hjólakostur yngstu kynslóðarinnar sem var keyptur á spottprís í uppáhaldsverslun Gunna frænda; COSTCO

1 Comments:

At 5:47 AM, Anonymous Anonymous said...

Þökkum fyrir frábærar og skemmtilegar myndir!
Tengdó langar í eina pönnslu hjá Viðari, fær eina þegar hún kemur í heimsókn :o)
Gangi ykkur allt vel!

Saknaðarkveðjur,
Selbraut 74

 

Post a Comment

<< Home