Lífið í Stanfjord

Saturday, August 12, 2006

Skólinn byrjaður

Þá er fjörið byrjað. Það var nú heldur mjúk lending fyrstu tvo skóladagana. Kynning á lagadeildinni, bókasafninu, tölvudæminu, leiðsögn um campus og þetta helsta. En nú er víst alvaran byrjuð og nóg af lesefni fyrir næstu daga. Reynum að tækla þetta af einhverri skynsemi. Það skal tekið fram að frú Hildur Viðarsdóttir eldri er nú þegar orðin legend hér í Stanford.

Yngri kynslóðin byrjar í skólanum 21. ágúst n.k. Við höfum enn ekki fengið upplýsingar um hvaða skóla þau fara í, en það skýrist í næst viku. Arnhildur Anna er nú þegar búin að þreyta stöðupróf í ensku, og gerði það með stæl.



Hér eru spennt hjón á leið í skólann á fyrsta skóladegi.


Hér má sjá einbeittan laganema frá Íslandi (stærsta manninn á kampús) í hópi samnemenda. Glittir í Hoover turninn á Stanford Campus í baksýn.
Boddí strunsar áfram með hinum nemendunum í guided tour um Campus.

Ein lauflétt fyrir framan byggingu lagadeildar að loknum fyrsta skóladegi.

Hildur Theodóra hress á róló, Viðar Snær rólar sér og heimili okkar má sjá í baksýn.

4 Comments:

At 2:16 PM, Anonymous Anonymous said...

Gegt flott síðar maður! Frábært að geta fylgst með ykkur og séð myndir af sætu börnunum ykkar :)

Knúsípjúsí,
Harpa og Ómar

 
At 5:38 AM, Anonymous Anonymous said...

Hæ bróðir, mágkona, frændi og frænkur að ógleymdri mömmu.
Frábært að fá smá nasaþef af því sem er að gerast hjá ykkur.
Mér líst vel á bílinn. Hann fær mig alveg til þess að vilja koma í heimsókn.
Annalú

 
At 6:03 AM, Anonymous Anonymous said...

Jibbýkóla - hrikalega er smart að fylgjast með ykkur héðan. Sé að þið eruð að gera góða hluti og fæ alveg fiðring við tilhugsunina um Boddí að setja upp nýja heimilið. Urrandi hress!! Treysti því að Lúarinn (aka 50 cent)fari aldrei upp í núju kerruna klæddur að ofan - öðru en 20 kg. af gullkeðjum. Purr....

 
At 6:38 PM, Blogger Fjölskyldan Barðaströnd 4 said...

Hafðu engar áhyggjur af því, Helga. Ég er alltaf ber að ofan, með gullkeðjur um hálsinn og pönnukökupönnu í höndinni. Alltaf töff.

Viddi.

 

Post a Comment

<< Home