Lífið í Stanfjord

Thursday, August 17, 2006

Bólusetningum lokið í bili - komin á beinu brautina

Það gerist allt löturhægt í henni Ameríku. Við sættum okkur við það. Eftir mikla erfiðleika tókst okkur að hafa uppi á lítilli klíník sem gat tekið börnin í bólusetningu með litlum fyrirvara. Doctor Chong brást afar vel við beiðni okkar og rukkaði okkur ekki um nema 450 Bandaríkjadali fyrir. Ég hló svo mikið að ég ákvað að borga skólagjöldin fyrir alla sem eru með mér í prógrammi. En nú geta börnin okkar semsagt leikið sér við lifrarbólgusmituð börn án vandræða.
VL.

Doctor Chong sagðist vera "eitthvað ryðgaður" í bólusetningum og kvaðst þurfa að æfa sig áður en hann spreytti sig á "alvöru fólki" eins og hann orðaði það. Hann baðst auk þess afsökunar á því að eiga bara eina nál.

Doctor Chong átti eitthvað erfitt með að gefa okkur til baka. Eftir lítið töfrabragð fann hann hins vegar skiptimynt á bakvið eyrað á ruslakalli, sem átti leið hjá.

2 Comments:

At 7:35 PM, Blogger Fjölskyldan Barðaströnd 4 said...

Þetta þótti mér ómerkilegt, elsku Gunnar. Ef það á að reiða svona hátt til höggs vil ég gjarnan fá það í tölvupósti, ekki á "Internetinu".

Hlakka samt til að fá ykkur í heimsókn.

V.

 
At 11:17 PM, Blogger Grimanna í Ameríku said...

Þið eruð skemmtileg.
Hlakka svaðalega til að hitta ykkur um helgina og sjá hvað stanfjordinn hefur upp á að bjóða.

Anna panna

 

Post a Comment

<< Home