Lífið í Stanfjord

Friday, August 18, 2006

Skólalífið

Hildur Theodóra ásamt hinni svissnesku Sophiu á skólalóðinni


Fyrsti skóladagur Hildar Theodóru var í dag. Kynning á kennurum og skólanum. Það gekk súpervel og hún var strax farin að knúsa Sophiu, svissneska vinkonu sína. Pabbi Sophiu og ég erum saman í bekk, þ.a. við vorum að vonum ánægð að dætur okkur lentu saman í bekk. Hildur lenti m.a.s. líka í bekk með íslenskum strák sem hún á reyndar enn eftir að kynnast.
Viðar Snær fer í kynningu í skólanum á morgun og þetta endar svo allt í einni stórri ísveislu fyrir alla nemendur skólans, ásamt fjölskyldum. Þetta er slóðin á skóla Hildar og Viðars:
http://www.escondido.palo-alto.ca.us/
Hann er inni á campus og í nokkurra mínútna fjarlægð frá húsinu okkar.
Arnhildur Anna byrja í skólanum á mánudaginn og er þetta slóðin á skólann hennar:
http://gunn.pausd.org/home/web/
Fyrst ég er byrjuð á þessu að þá er slóðin á skólann okkar Viðars:
http://www.law.stanford.edu/
Bara svona til að covera skólamálin ; )
Erum annars gríðarlega spennt yfir því að Amín, Grímur og Hekla ætla að heimsækja okkur á morgun og vera hjá okkur yfir helgina. Sýnum samt ekki sömu viðbrögð og Gunni,
http://amerikugunnar.blogspot.com/2006/08/amn-grlur-og-hekla-heimskn.html
Þetta voru svona helstu staðreyndir frá okkur í bili.
Boddí.

2 Comments:

At 11:29 AM, Blogger Mæja said...

Æji hvað þið eruð dugleg!

Gangi Snæsa vel í skólanum í dag :)

 
At 6:01 AM, Anonymous Anonymous said...

Flottar myndir af Hildi Theodóru
með vinkonu sinni.
Kveðja,
Amma Addý.

 

Post a Comment

<< Home