Aðeins að hreinsa upp Leif Arnar.
Við Borghildur eyðum mestum tíma í að læra. Þannig er það bara. Inn á milli náum við hins vegar að kreista einhverja skemmtun út úr lífinu. Þannig tók ég t.d. verklega bílprófið um daginn. Til allrar hamingju lenti ég á fimmtugri, einhverfri rússneskri konu með fullkomnunaráráttu. Hún var með tvær stórar vörtur í andlitinu, aðra flennistóra en úr þeirri smærri blómstruðu fjögur löng svört hár. Svo var hún í mjög flegnum bol, en það gerði einhvern veginn illt verra undir þessum kringumstæðum.
Allt að einu: það EINA sem ég einbeitti mér að í ökuprófinu var að STÖÐVA á öllum stöðvunarskyldum og FIKRA mig síðan yfir stöðvunarlínuna til að aðgæta hvort óhætt væri að smella mér yfir. Þegar prófinu lauk sagði rússneska vartan að þetta hefði verið "mediocre" því ég hefði alveg gert í brækurnar á stöðvunarskyldunum. Ég slefaði af undrun. Nánar til tekið skellti rússagrýlan því framan í mig að ég hefði fengið 5 alvarlegar villur fyrir að GLEYMA að "STÖÐVA á stöðvunarskyldum og FIKRA mig síðan yfir". Mér leið eins og í falinni myndavél. Ég var að spá í að bjóða vörtunni í glas og spyrja hvort hún væri gift þegar hún missti út úr sér að ég hefði samt náð prófinu. Ég þakkaði þá bara pent fyrir mig, ákvað að halda tryggð við Borghildi (sem er bara með hárlausar vörtur) og spurði prófdómarann hvenær þessi þáttur af Twilight Zone kæmi á DVD.
Annars eru hér nokkrar myndir, áður óútgefnar.
VL.
Allt að einu: það EINA sem ég einbeitti mér að í ökuprófinu var að STÖÐVA á öllum stöðvunarskyldum og FIKRA mig síðan yfir stöðvunarlínuna til að aðgæta hvort óhætt væri að smella mér yfir. Þegar prófinu lauk sagði rússneska vartan að þetta hefði verið "mediocre" því ég hefði alveg gert í brækurnar á stöðvunarskyldunum. Ég slefaði af undrun. Nánar til tekið skellti rússagrýlan því framan í mig að ég hefði fengið 5 alvarlegar villur fyrir að GLEYMA að "STÖÐVA á stöðvunarskyldum og FIKRA mig síðan yfir". Mér leið eins og í falinni myndavél. Ég var að spá í að bjóða vörtunni í glas og spyrja hvort hún væri gift þegar hún missti út úr sér að ég hefði samt náð prófinu. Ég þakkaði þá bara pent fyrir mig, ákvað að halda tryggð við Borghildi (sem er bara með hárlausar vörtur) og spurði prófdómarann hvenær þessi þáttur af Twilight Zone kæmi á DVD.
Annars eru hér nokkrar myndir, áður óútgefnar.
VL.






5 Comments:
Þú ert fyndinn mágsi minn.
Mágsa
Nei, nei. Þú.
Viðar mágsi.
Heyrðu, og takk fyrir pakkana sem voru að koma með FedEx. Geggjað!
Viddi.
Greinilega groundhogday hjá Barðaströndinni-alltaf það sama á hverjum degi.
Til hamingju með afmælið elsku besta Hildur Theodóra. Við hringjum aftur í þig í kvöld.
Hrafnhildur Hekla og familí.
Post a Comment
<< Home