Lífið í Stanfjord

Monday, September 04, 2006

Bíllinn eyðilagður, Napa-dalssýsla o.fl.

Við erum virkilega búin að njóta þessara örfáu daga sem við fengum í frí.

Við vorum búin að plana ferð með hele familien (15 kvikindi) til Napa síðastliðinn föstudag. Rétt fyrir brottför hringdi Boddí í mig grátandi og tjáði mér að elsta núlifandi kona í Bandaríkjunum hefði klessukeyrt pimp-mobilinn okkar. Til allrar hamingju virðist konan atarna hafa verið ágætlega tryggð, auk þess sem hún keyrði um (og á bílinn okkar) á Lexus. Rolexinn á æðaberum úlnlið hennar gaf okkur líka von. Slæmu (eða enn verri) fréttirnar eru hins vegar þær að Stanford Shopping Mall er líka á eftir þeirri gömlu því hún eyðilagði nokkur tré, gangstétt og eitthvað fleira í leiðinni. Allt náðist hins vegar á öryggismyndavél. Konan kvaðst einfaldlega hafa ýtt á bensínið í staðinn fyrir bremsuna. Hver kannast ekki við það? Sárasaklaus mistök - væntanlega Lexus að kenna. Ég legg samt til að Miss Daisy fái sér einhvern til að skutla sér í framtíðinni.

Þrátt fyrir óhappið skelltum við okkur á kengbeygluðum bíl, með beyglaða sál, til Napa-dals. Ég lagði spilin á borðið og krafðist þess að Boddí keyrði til þess að ég gæti dottið í það. Hið sama gerðu svili minn og mávur. Svo var tekið til óspilltra málanna og við duttum í það í vínsmökkun að hætti ódannaðra Íslendinga. Grími svila fannst magnið í glösunum eitthvað ræfilslegt svo hann drakk líka úr hrákadöllunum. Það fannst okkur hinum ógeðslegt.

Ég get eiginlega ekki skrifað meira í bili - mér líður svo illa yfir beyglunni á bílnum mínum. Svo er skólinn að byrja á fullu á morgun. Yfir og út.

VL.
Hélduð þið að ég væri að grínast!? Þetta er stórtjón.
Napa-dalssýsla er fallegur staður, ójá.

4 Comments:

At 4:56 AM, Anonymous Anonymous said...

Ha ha ha ha ha!!!!!!!!! Dugnaður Viðar - Dugnaður!!!

 
At 5:02 AM, Anonymous Anonymous said...

Nú er ég brjálaður!

 
At 9:33 AM, Blogger Fjölskyldan Barðaströnd 4 said...

Takk fyrir samhuginn, Ívar. Mér þætti vænt um ef þú gætir flýtt þér að klára svarta beltið og komið hingað út til mín.

VL.

 
At 6:35 AM, Anonymous Anonymous said...

Alltaf gaman að lesa skrifin ykkar - maður brosir alltaf út í annað. Leitt að heyra með bílinn, vonandi mun tryggingarfélag Miss Daisy bregðast skjótt við. Hér er annars MAGNAÆÐI í gangi. Ég treysti því að þið hafið öll kosið hann í gær, svo að hann hafi fengið einhver atkvæði utan Íslands.
Kv. Guðrún Björk.

 

Post a Comment

<< Home