Lífið í Stanfjord

Wednesday, August 30, 2006

Smá frí.

Jæja, við Boddí fórum í fyrsta prófið okkar í gær og eigum frí núna í nokkra daga. Foreldrar Boddíar, systkini og tengdafólk er í heimsókn þannig að við vorum 15 í mat í gær. Mikið álag á kallinum eins og þið getið ímyndað ykkur.

Annars er maður kominn á fullt í PTA, PIE og allt þetta dót í tengslum við skólann hjá krökkunum. Ég mæti samviskusamlega á foreldrakvöld og ræði framtíð barnanna í menntunarmálum á háalvarlegum nótum við hina foreldrana. Í stuttu máli þá eru allar þessar mature soccer-moms vitlausar í mig. Það verður ábyggilega mjög erfitt fyrir þær þegar ég sný heim til Íslands næsta vor. Ég hef bara ekki haft geð í mér til að segja þeim það strax að ég sé ekki kominn til að vera.

Myndir koma næst. Öruggast er að slökkva á vafranum ykkar núna.

VL.

1 Comments:

At 4:55 AM, Anonymous Anonymous said...

Djæs - ég finn mig knúna til að kommenta á þessi tíðu en einmannalegu blogg - frábært hjá þér Viðar!! Þú ert virkilega duglegur og afkastamikill maður.

 

Post a Comment

<< Home