Lífið í Stanfjord

Thursday, September 14, 2006

Námslánin duga ekki - börnin arðrænd

Námslánin hafa dugað skammt síðan við komum Westur þar eð sumir meðlimir fjölskyldunnar róa að því öllum árum að halda sama living-standard og heima á Íslandi. En hvað um það. Það voru nokkrir möguleikar í stöðunni, t.d. sá að selja eitthvað úr fataskápnum hennar Borghildar. Af ástæðum, sem ég vil ekki fara nánar út í hér, var sú hugmynd söltuð snyrtilega. Hins vegar skelltum við Viðari Snæ í atvinnumennskuna til að ná endum saman. Hann hefur hvort eð er nógan frítíma.

Pabbin sér um að setja nauðsynlegan öryggisbúnað á Vidda jr. Ekki viljum við að gullgæsin slasi sig í fyrsta leiknum.Viðar Snær býr sig undir að taka boltann á kassann og smyrja hann með vinstri fæti í skeytin fjær. Innkastið mistókst hins vegar þar sem innkastarinn missti boltann ofan á tærnar á sér. Hver kannast ekki við það.Viðar Snær slakar á eftir erfiða túrneringu og bíður eftir sjúkraþjálfaranum. Borghildur slakar á í sömu stellingu og bíður eftir ís með súkkulaðisósu, skartgripum, fötum og einhverju öðru góðgæti.

VL.

5 Comments:

At 4:48 PM, Anonymous Anonymous said...

Hæ ELSKU vinir. Ég þarf tissue kassann með þegar ég les bloggið ykkar, þetta er rugl fyndið !! Þetta er nú meira "hönkið" þessi kennari, þarf ekki að skipta honum út !? MF

 
At 3:59 AM, Anonymous Anonymous said...

Ánægjulegt að sjá myndir af ykkur
í góða veðrinu.Viðar Snær er
mjög efnilegur í boltanum.
Kær kveðja,
A.J.

 
At 7:42 AM, Anonymous Anonymous said...

Mér finnst eins og Viðar Snær og Hildur Theodóra séu búin að stækka um helming síðan þau fóru út. Ég vona að þið matið þau ekki á einhverju sterakjöti.

Annalú

 
At 1:16 PM, Anonymous Anonymous said...

Anna mín, það blekkir þig kannski aðeins að fótboltavöllurinn hans Vidda jr. er ekki í fullri stærð. Hann er semsagt ekki 10 metrar á hæð.

Viddi.

 
At 2:05 PM, Anonymous Anonymous said...

Gaman að sjá hvað það er alltaf mikið stuð hjá ykkur!

Kv. Harpa

 

Post a Comment

<< Home