The Crying Game
Sælinú.
Um síðustu helgi fórum við út að borða með Atla og Ellu, vinafólki okkar. Atli valdi staðinn og pantaði borð með nokkurra daga fyrirvara. Maturinn var pottþéttur, staðurinn flottur, viðskiptavinirnir fallegir og allt í gangi.
Það besta var að þjónustustelpurnar á staðnum voru gullfallegar og höfðu gríðarlegan áhuga á mér og Atla. Það þótti mér gaman. Þær struku mér líka gjarnan um bakið þegar þær löbbuðu framhjá eða tóku pantanir. Það þótti mér líka gaman. Svo dönsuðu þær uppi á borðum á klukkutíma fresti. Það líkaði mér vel.
Rúsínan í pylsuendanum var hins vegar sú að stelpurnar voru allar með pylsu í staðinn fyrir rúsínu. Þetta voru semsagt ekki stelpur. Það þótti Borghildi gaman.
Sjón er sögu ríkari.





VL.
14 Comments:
Þetta er nú meiri djöfulsins sódóman. Eins gott ég flutti í tæka tíð.
H.
Lagðirðu annars inn umsókn?
Hvað er að gerast í landi
frelsisins?
Atli valdi staðinn og sagði okkur hinum ekki hvers (ó)eðlis hann var. Þetta var yndislegt kvöld.
Viddi.
Var Rolan að vinna?
Djöfull er Ásgeir flottur.
Ásgeir var í bullinu, hann var svo fínn. Ég á fleiri myndir til af honum í einkasafni mínu.
Viddi.
Af einhverjum ástæðum var Ásgeir hins vegar með harðsperrur í vísifingrunum (sjá mynd). Það hefur kannski háð honum eitthvað þetta kvöld.
Viddi.
Annars er Gummi að gera það fyrir mig núna. Hann er alveg eins og gellan í þessari Pussycat dolls hljómsveit, forljót alveg.
Takið þið ekki pottþétt Lúlla með á búlluna þegar hann kemur um jólin?
Hann hefði örugglega gaman að því.
Annalú
Jú, það verður að nýta árskortið hans.
Viddi.
Ég myndi nú hafa smá áhyggjur af Þráni - hann er ekki síður áhugasamur um þig Viðar minn - svona af þessum myndum að dæma.... Ég hlakka annars rosalega til að sjá trukkalessustaðinn sem við Boddí fáum að fara á..... Rosa metnaður í gangi þarna í Sódómu Gúmorren...
Gúmoren!!!
"Trukkastelpurnar" eiga eftir að kremja mig eins og litla mús. Get ekki beðið.
Viddi.
Post a Comment
<< Home