Lífið í Stanfjord

Thursday, October 05, 2006

Halló vín nálgast, flyback week o.fl.

Síðustu vikur hafa verið strembnar fyrir kallinn. Fyrir utan námið þá hefur Borghildur verið frekar óróleg. Fyrst hélt ég að hún væri eitthvað uppþembd eða með gigt, en mér sýnist á öllu að hana sé bara farið að langa í föt og eitthvað glingur. Í næstu viku er svokölluð fly-back vika, en þá fá laganemar frí til að safna kröftum og kaupa glingur fyrir konurnar sínar. Ég ætla að taka kellinguna, múttu og krakkana til Los Angeles í tilefni af því. Ég geri það auðvitað líka í tilefni af því að á föstudaginn kemur verður bíllinn okkar búinn að vera 10 daga á verkstæði, sem er víst einhvers konar met í viðgerðartíma innanhúss. Við vonum að bílaleigubíllinn skrölti.

Annars nálgast Halló-vín. Krakkarnir keyptu búninga í gegnum Internetið. Ég smelli nokkrum myndum inn fyrir ömmurnar og afana í tilefni af því. Þeim þykir það ábyggilega afar (og ömmur) gaman.


Já, Hildur og Viðar jr. eru sannarlega lík fyrirmyndunum.
Takið eftir hrafntinnusvörtu hárinu á Mjallhvíti.Borghildur uppveðraðist öll, hélt að það væri komið þorrablót og skellti sér í gallann. Hún varð mjög leið þegar ég sagði henni að það væri ekki komið þorrablót, en róaðist þegar hún fékk töflurnar sínar og setti Ellý Vilhjálms á fóninn. Sjalið er úr Parísartískunni en skartgripirnir eru í einkaeigu.Ég kýs að kalla þetta verk "Prófíll - Ræfilsleg blóm og Hildur". Ekta mynd fyrir ömmurnar og afana.
Mamma hallar sér gjarnan að flöskunni þegar eitthvað bjátar á. Hún gat þó ekki flúið ljósmyndara sem bar að garði. En mamma er hress - hún má eiga það.
Feðginin á (g)óðri stund. Takið eftir hrukkunum í kringum augun á kallinum. Vonandi þykir einhverjum hrukkur vera smart - þær virðast nefnilega komnar til að vera. Sem betur fer á ég eldri konu.
VL.

9 Comments:

At 2:18 AM, Anonymous Anonymous said...

Hvaða hvaða - heyri að stressið er eitthað að gera vart við sig. Ég ákvað því að búa til kvikmynd handa Boddí þar sem Viddi dansar úr henni stressið. Gjörið svo vel

http://www.grapheine.com/bombaytv/play_uk.php?id=1673845

 
At 3:29 AM, Anonymous Anonymous said...

Sæll Viðar.

Það var gaman að hitta þig í Laugarásbíói í gær og heyra að allt gengur vel hjá þér núna. Skemmtilegar myndir og sögur, þetta er næstum því eins og þú sért þarna úti í skóla. Meira svona.

Þinn frændi.

 
At 6:51 AM, Anonymous Anonymous said...

Ég hélt að hrukkurnar væru hluti af Halloweenbúningnum þínum.

En hvað um kollvikin, hafa þau hækkað?

 
At 8:37 AM, Blogger Fjölskyldan Barðaströnd 4 said...

Elsku Helga Hlín. Myndin er algjör snilld og segir allt sem segja þarf um hvernig mér líður. Reyndar hefði ég kosið að sjá gæjann hrista sig aðeins meira.

Elsku Þ. frændi. Takk fyrir afhjúpunina. Þetta er léttir. Sjáumst hjá ömmu Sissí á eftir.

Tómas. Já, kollvikin hafa hækkað. Það eru ekki allir þeirrar gæfu aðnjótandi að þurfa að raka á sér ennið til að búa til augabrúnir eins og þú.

Kveðja.

Viddi.

 
At 8:39 AM, Blogger Fjölskyldan Barðaströnd 4 said...

Elsku Helga Hlín. Myndin er algjör snilld og segir allt sem segja þarf um hvernig mér líður. Reyndar hefði ég kosið að sjá gæjann hrista bakið á sér örlítið meira – en þannig líður mér bara.

Elsku Þ. frændi. Takk fyrir afhjúpunina. Þetta er léttir. Sjáumst hjá ömmu Sissí á eftir.

Tómas. Já, kollvikin hafa hækkað. Það eru ekki allir þeirrar gæfu aðnjótandi að þurfa að raka á sér ennið til að búa til augabrúnir, eins og þú.

Viddi.

 
At 8:45 AM, Blogger Fjölskyldan Barðaströnd 4 said...

Æðislegt þegar þetta gerist. Fyrra kommentið mitt fór ekki inn, en fór svo inn. Þið skiljið. Ég nenni ekki að sjá neitt grín um þetta.

Viddi.

 
At 3:20 AM, Anonymous Anonymous said...

Algjört æði.

 
At 3:21 AM, Anonymous Anonymous said...

Algjört æði. x2

 
At 7:42 AM, Blogger Fjölskyldan Barðaströnd 4 said...

OK, ekki meira grin svo.

Viddi.

 

Post a Comment

<< Home