Lífið í Stanfjord

Wednesday, December 06, 2006

Prófin að skella á

Þá er komið að því - síðasti skóladagur þessa árs liðinn og prófin á næstu dögum. Yngri kynslóðin verður reyndar í skólanum út næstu viku.
En það sem meira er - Lúðvík er loksins að koma til okkar. Hann kemur á föstudaginn. Anna Lú kemur svo í vikunni þar á eftir. Hún pantaði sér flug á afmælisdegi bróður síns og mætir í hús um það leyti sem partýið klárast!
Fjölskyldan fer svo í allsherjar vínsmökkun og spa til Napa, til að koma sér í gírinn fyrir jólin. Anna siss, Hressi og Hekla munu svo bíða eftir okkur á tröppunum þegar við komum aftur til byggða 20. desember. Þá hefst jólastressið og jólagjafakaupin ; )
Tókum þó smá forskot á sæluna í jólagjafainnkaupum í San Fran um daginn.
Svo var það árshátið Stanford Law School, sem við hjónin létum okkur að sjálfsögðu ekki vanta á. Frúin hafði þar fullkomna ástæðu til að dressa sig, eftir heldur rólegan vetur í fatbransanum. Okkur hefur verið boðið í hinar ýmsu veislur á vegum skólans svona rétt fyrir jólaprófin. Þar ber helst að nefna að Viðar nældi sér í fyrstu verðlaun í kökusamkeppni heima hjá einum prófessornum. Það þarf vart að taka fram að Viðar fór með heimalagaða ostaköku móður sinnar í keppnina!
BE.
Arnhildur Anna í San Fran. Í bakgrunni glittir í jólatréð sem var kveikt á síðar um daginn.

Hildur sr. tók að sér að passa einn aukagrísling til þess að allir kæmust á árshátíð.


Mr. and Mrs. Loo á leið á ball.

Þetta er konan sem gerir allt og getur allt hér í Stanford!

Mynduð hér ásamt 1. verðlaununum í kökukeppninni og tóma kökudisknum.


Allir hressir í jólagjafaleiðangri í San Fran.


Svona er þetta huggulegt í byrjun desember - börnin að borða nestið sitt í garðinum og amman tók myndir.


Familían í San Fransisco. Viðar hress.

13 Comments:

At 10:35 AM, Anonymous Anonymous said...

Þið eruð ekkert smá sæt fjölskylda!

Kær kveðja frá LA,
Anna Þorbjörg

 
At 1:07 PM, Blogger Fjölskyldan Barðaströnd 4 said...

Takk sömuleiðis.

Viddi.

 
At 5:16 PM, Anonymous Anonymous said...

Flottar myndir af ykkur öllum.
Alltaf gaman að sjá.
Kær kveðja.
A.J.

 
At 3:41 PM, Anonymous Anonymous said...

bla bla bla bla

San fran diskó

blogg blogg

Kv.
Þórsi

 
At 5:47 AM, Anonymous Anonymous said...

Hlakka til að koma og gera allt vitlaust.

Anna sys

 
At 5:48 AM, Anonymous Anonymous said...

Það er, allt sem ég ætla að gera, ætla ég að gera vitlaust....


Kveðja,
ALúð

 
At 10:13 AM, Blogger Fjölskyldan Barðaströnd 4 said...

Anna mín, vertu bara þú sjálf. Þú þarft ekki að gera allt rétt bara af því að allir aðrir gera það.

Hlökkum til að sjá þig.

Þór, gaman að heyra í þér.

Viddi bró.

 
At 12:57 PM, Anonymous Anonymous said...

Hvað þarf maður að bíða lengi eftir nýju bloggi hérna? Veit ekki betur en að húsbóndinn sé búinn í prófum? Er hann fullur ennþá og ekki búinn að skila sér aftur í Búðardalinn? Maður spyr sig og verður bara háfleygur... Já háfleygur!!!

 
At 8:13 AM, Anonymous Anonymous said...

Sæll kæri frændi. Fínar myndir hjá þér, þú ert greinilega orðinn leikinn í myndvinnslunni. Sums staðar sést varla að Barðaströndin hafi verið klippt út en ýmislegt framandi umhverfi sett í staðinn. Svo kemur að því einhvern daginn að þú lætur drauminn rætast og ferð í svona námsferð í raunveruleikanum, en ekkert liggur á. Þú ert nú ekki nema 33 ára gamall. Sjáumst á morgun.

Þinn frændi.

 
At 9:11 AM, Blogger Fjölskyldan Barðaströnd 4 said...

Sæll, frændi minn.

Takk fyrir þetta. Sjáumst hressir í afmælinu á morgun. Gjafir afþakkaðar.

Viddi.

 
At 4:48 PM, Anonymous Anonymous said...

Til hamingju með daginn rúsínan mín.

Mágsa

 
At 12:05 PM, Blogger Fjölskyldan Barðaströnd 4 said...

Takk kærlega fyrir. Það er ekki amalegt að fá svona kveðjur á svona amalegum degi.

Viddi.

 
At 9:07 AM, Blogger ignacsacca said...

Casinos Near Harrah's Las Vegas - Mapyro
A map showing casinos 고양 출장샵 and other gaming facilities 여주 출장안마 located 원주 출장샵 near Harrah's หารายได้เสริม Las Vegas 계룡 출장샵 in Las Vegas, NV. Find address, see map and reviews.

 

Post a Comment

<< Home