Hún á afmæli í dag!




Hildur Theodóra er 5 ára í dag. Af því tilefni verður slegið upp léttri afmælisveislu í garðinum. Amma Hildur er búin að mastera ostakökuna sína og gott ef það er ekki eitthvað fleira í bígerð hjá konunni sem er sett í öll hlutverk hér á heimilinu. Ég gerði tilraun til að gera súkkulaðikremið hennar ömmu Addýjar á afmæliskökuna, en því miður er ómögulegt að ná því hér, og skreytti því kökuna bara þeim mun meir í staðinn...
Við eigum von á íslensku vinum okkar hér í hverfinu og svo LL.M. nemunum sem eiga börn, sem eru beisiklí ekki margir..., sniðgengum reyndar einn Japana sem á tveggja mánaða gamalt barn. Það voru miklar samningaviðræður sem áttu sér stað á milli okkar hjóna hvar ætti að draga línuna, þ.e. hvenær börn væru börn osfrv. Auðvitað hafði ég betur og Japanska pabbanum var ekki boðið. Hann getur því spilað golf í dag.
Boddí. P.S. Ég lofa að koma inn myndum af sjálfu afmælisbarninu síðar í dag...
4 Comments:
Elsku Hildur Theodóra!
Innilega til hamingju með 5 ára afmælið. Hafðu það sem allra best í dag ;o)
Kv.
Adda Mæja og Davíð
Til hamingju með daginn Hildur Theodóra!
Kveðja frá Heiðu súffrafrænku.
Elsku Hildur Theodóra!
Innilega til hamingju með
5 ára afmælið.
Amma og afi Selbraut.
Til lukku með daginn um daginn Hildur Theodóra : ) Aldeilis flott afmæli í útlöndunum!
Knús,
Harpa, Ómar, Ómar Örn og Tómas Theodór 1 árs gutti :D
Post a Comment
<< Home