Lífið í Stanfjord

Wednesday, November 01, 2006

Halló-vín. Það líður ekkert Barn Skort í Barnes Court.

Halló-vín er komið og farið. Þetta er hátíð geðveikinnar í landi bumbubanans. Undirbúningurinn er búinn að standa í 2 mánuði og spennufallið er gríðarlegt. Kaninn ku selja Halló-vín varning fyrir 6 milljarða dala á ári, sem er svipað og Borghildur eyðir í gloss og augnskugga á mánuði, þannig að við erum að tala um significant upphæðir.
Hvað um það. Allt fór vel fram og börnin skemmtu sér vel - á kostnað foreldranna - sem er jú það mikilvægasta. Það var heljarinnar hátíð í skólanum hjá krökkunum þar sem allir krakkarnir og starfsliðið skartaði búningum. Skólastjóranum fannst hann sjálfur fara á kostum - klæddur sem gangbrautarvörður - og kokkurinn í skólanum sló öll met klæddur sem - mikið rétt - kokkur. Það þótti mér og krökkunum heldur ódýrt trix þannig að ég lét reka hann. Hann vinnur núna sem gangbrautarvörður. Kennslukonan hennar Hildar Theodóru var ægileg kisulóra - klædd sem köngulóardrottning - en kennslukonan hans Vidda var ekki alveg eins heit - dulbúin sem teketill. Það þótti mér ekki spennandi og ég vil ekki einu sinni vita hvers konar tepokar voru í katlinum.
Um kvöldið fórum við að sníkja nammi og börnin uppskáru samtals 6 kíló. Það er reyndar ótrúleg tilviljum, því það er nákvæmlega sama þyngd og Borghildur ætlar að bæta á sig fyrir Thanksgiving. Svona leitar alheimurinn alltaf að jafnvægi.
En allt að einu, börnin átu yfir sig af nammi og fengu illt í magann. Það var gott á þau, því núna fyrst trúa þau því að maður geti fengið illt í magann af nammiáti.
VL.
Mynd úr Freeman's vörulistanum. Takið eftir fallega pilsinu sem konan lengst til hægri ber.Boddí skar út prumpkin eins og vindurinn. Eftir að ég sagði henni að slímuga gumsið í prumpkin væri vel þekkt yngingarmeðal makaði hún því framan í sig. Þá hlógu allir í hverfinu.Hildur lék Mjallhvíti af einlægni en staðfestu. Hún þvertók fyrir að smakka eitruð epli frá ókunnugum. Fjölskyldan heldur út í nóttina að sníkja nammi. Borghildur fékk 2. verðlaun í samkeppninni um besta búninginn á campus, en hún var "Þreytt húsmóðir af Seltjarnarnesi". Hún tapaði naumlega fyrir Ósýnilega manninum, sem er lengst til vinstri á myndinni.

Hildur Theodóra og Viðar Snær sníkja nammi af Zoolander. Zoolander var fullur, en það kom ekki að sök, því hann átti mikið af nammi.




8 Comments:

At 12:44 AM, Anonymous Anonymous said...

Ekkert smá flott fjölskylda :) Takk fyrir myndirnar og hillaríus texta :)

 
At 8:55 AM, Anonymous Anonymous said...

hahahaha...þú ert aftur fyndinn mágsi minn.

Mágsa

 
At 11:00 AM, Blogger Fjölskyldan Barðaströnd 4 said...

Þegar krakkarnir spurðu hvers vegna Zoolander hefði verið svona hress þá sagði ég þeim að hann hefði bara drukkið of mikið Halló-vín. Þau skildu það vel.

Viddi.

 
At 7:46 AM, Anonymous Anonymous said...

Ha ha ha - en hvað það var sniðugt hjá þér Viddi litli....

 
At 2:09 AM, Anonymous Anonymous said...

Já - eitt enn - gleymdi að kitla hláturtaugar húsmóðurinnar þennan mánuðinn - vona að stressið sé ekki að fara með fólk svona almennt - en hér kemur ein beint frá Bollywood http://www.grapheine.com/bombaytv/play_uk.php?id=1748132

 
At 8:42 AM, Blogger Fjölskyldan Barðaströnd 4 said...

Þessar bíómyndir þínar eru magnaðar, Helga. Það mætti halda að þú værir með vídeókameru hérna hjá okkur.

Viddi.

 
At 10:37 AM, Anonymous Anonymous said...

Eruð þið nokkuð alveg að tapa ykkur í lærdómi? Það væri gaman að sjá updeit á síðunni fljótlega.
Gangi ykkur annars súper vel áfram.

 
At 1:35 AM, Anonymous Anonymous said...

Við bíðum spennt eftir uppfærslu síðunnar og fleiri gullkornum. Hafið það sem allra best og ég bið að heilsa Zoolander.

Kv. Guðrún Björk.

 

Post a Comment

<< Home