Lífið í Stanfjord

Saturday, December 30, 2006

Stiklað á stóru

Höfum haft það óskaplega gott frá því við kláruðum prófin, börnin fóru í jólafrí og aðrir fjölskyldumeðlimir mættu á svæðið. Viðar hélt magnað karíókí afmælispartý að kvöldi 15. desember. Sungum og dönsuðum frá okkur allt vit. Héldum til Napa-dals tveimur dögum síðar og áttum þar dásamlegt frí í nokkra daga Lúlli var í essinu sínu í smökkuninni og við hin flutum með. Værum alveg til í að gera það að reglulegum viðburði að fara í svona ferðir. Höfum svo verið í jólastemmningunni hér í Stanford og farið í styttri dagsferðir hingað og þangað, m.a. Montery, Carmel og San Jose. "Hamborgarahryggurinn" okkar á aðfangadagskvöld var næstum því eins góður og heima, og höfum við dekrað við sjálf okkur í mat og drykk, bæði hér heima og á veitingastöðum yfir hátíðarnar. Smelli inn myndum frá gestunum okkar og jólahaldinu áður en árið er liðið!
BE.


Hildur Theodóra að leika dúkku á vínbúgarði í Sonoma-dal



Nett stemmning í afmæli Vidda Lú


Strákarnir taka lagið í Karíókí og afmælisbarnið hellir OPAL drykk í liðið


Anna Lú mætt á svæðið of stemmningin slök


Kellingin lét ekki sitt efttir liggja í karíókíinu, smellti sér úr hælunum en splittið varð að bíða vegna íþróttameiðsla

0 Comments:

Post a Comment

<< Home