Hundraðasti skóladagurinn í uppsiglingu
Í næstu viku rennur upp hundraðasti skóladagur barnanna hér í Kaliforníu. Í tilefni af hundraðasta skóladegi þessa skólaárs verður mikið um hátíðahöld. Við útvegum 100 stk. af hinu og þessu og amma Hildur verður sjálfboðaliði á sjálfum hátíðardeginum. Börnin auðvitað spennt og finnst þetta stórmerkilegur viðburður. Skólinn gengur að öðru leyti sinn vanagang jafnt hjá stórum sem smáum. Arnhildur Anna er auðvitað í essinu sínu heima á Íslandi. Smelli inn nokkrum myndum frá helstu uppákomum janúarmánaðar.
Boddí.

Feðurnir að kenna sonunum elsta bissnesstrikkið í sögunni, límonaðisölu!!!
Matarboð hjá Charlotte og Rutger (von Netherlands). Þau eru hress.
Þetta málverk gaf mamma Mariu Esmeröldu, vinkonu minnar frá Paraguy, okkur. Myndin, sem er af ótilgreindum fossi á Íslandi, er máluð af mömmu Mariu sem er þekktur listmálari í heimalandi sínu. Hún hefur einu sinni komið til Íslands, á þeim tíma sem pabbi Mariu var utanríkisráðherra Paraguy.

8 Comments:
Hæ þið öll,
það er nú alltaf gaman að kíkja á bullið í ykkur og sjá myndirnar af myndarlegustu fjölskyldunni í Kaliforníu og þótt víðar væri leitað! Vona að allt gangi sem best!
Knús,
sbe og co.
Ég ætla að skjóta á Hraunfossa / Barnafoss. Takk fyrir bless.
Þið rokkið feitt í NorthFace!
Úlpurnar eiga eftir að koma sér vel seinna.... t.d í sumar á Íslandi.
Kveðja,
Anna Lúin
Boddí er alveg sama með úlpurnar. Hún kaupir bara nýjar sumarúlpur heima á Íslandi.
Viddi.
Hellú,
Bara að kvitta fyrir innlitið í þetta skiptið. Hlökkum til að fá ykkur aftur heim : )
Harpa og kó
Nýjar úlpur í sumar? Þegar ég var að ganga Laugaveginn í gær þá sá ég hana inn um gluggann í Bernharð Laxdal og hún var með fangið fullt af úlpum í öllum stærðum. Viðar, eins og ég nefndi við þig á fundinum hjá Framtíðarlandinu í gærkvöldi, þá hljótiði bara að vera komin með nægilega margar úlpur ha?
Jæja, hafðu það gott og gangi þér vel í málflutningnum,
þinn frændi.
Þú kannski breytir bara fyrirsögninni í tvöþúsundasti skóladagurinn í uppsiglingu og voilá... splunkunýtt blogg komið inn.
Loo
Takk fyrir þetta Anna. Fyrir þá sem vilja sjá lifandi blogg er hægt að benda á bloggið þitt sem var síðast uppfært í mars 2006. Er enn verið að kommenta á það?
...og frændi, takk fyrir að eyðileggja fjarvistarsönnunina mína.
V.
Post a Comment
<< Home