Heimilislífið
Nú virðist sumarið vera að skella á hér í Californiu, trén farin að laufgast og blómgast. Viðar búinn að draga fram settið og allir hressir. Bolludagurinn var haldinn hér hátíðlega í gær. Amma Hildur galdraði fram endalaust magn af bollum oní gesti og gangandi. Við tókum líka mjög virkan þátt í Valentínusardeginum. Börnin sendu um 50 ástúðleg kort, allir kennarar fengu hjartalaga konfektkassa og við fullorðna fólkið létum þetta tækifæri ekki fara framhjá okkur og sendum hjartnæm kort hingað og þangað.
Boddí.


5 Comments:
Það er rétt að nefna að þegar Boddí sá Valentine's-kortið frá Viðari Snæ (á mynd nr. 5) þá spurði hún: "Hver er eiginlega Momard?".
Það er varla að ég nenni að skýra út fyrir ykkur hvað stendur í kortinu, en til að það sé á hreinu þá stendur "I love you Mom and Dad...", en ekki "I love you Momard".
Kveðja,
Viddi.
Jee hvað þetta er sætt. Held samt að þið ættuð að reyna að fela Sally Hansen Lip Inflation fyrir VSV.
www.sallyhansen.com/lips_inflation.cfm
Alúð
Hefur hún ekki bara verið að rugla því saman við eitthvað valentínusarkort sem þú hefur ætlað að senda Momard, prófessor í vaxtarækt við Tanford lýðháskóla?
Þinn uppáhalds,
Mágsi (e. seagull).
Æ, hann Viddi minn var kominn á kaf í einhverja ameríska ættfræði:
http://www.ancestry.com/learn/facts/Fact.aspx?fid=7&yr=1880&ln=Momard
Ekki ætla ég að fara að banna honum það. Þau eru svo sólgin í upplýsingar, þessar elskur.
Þinn uppáhalds,
Viddi.
Heil og sæl ágæta fjölskylda!
Ég undirrituð hefur áhyggjur af vinkonu minni sem er Hildur eldri. Mér sýnist á þeim myndum sem ég hef séð af henni að það sé full ástæða til að hún fari nú að koma heim til Íslands - ég sá t.d. þetta með uppboðið og hef áhyggjur af að hún fari til hæstbjóðanda. Eins held ég að matur og drykkur sé hollari hér heima á Fróni fyrir hana.
Bestu kveðjur Guðríður gamla.
Post a Comment
<< Home