Erum flutt!
Erum flutt og erum á leið til Hawaii. Stanford ákvað að það þyrfti að taka íbúðina okkar í gegn svona rétt áður en við flytjum heim. Fengum tilkynningu með tölvupósti, daginn eftir voru sendir 30 kassar til okkar og nokkrum dögum síðar mætti risastór sendiferðabíll með tveimur fílefldum karlmönnum. Nú erum við flutt í annan garð og fyrir þá sem vilja senda okkur póstkort að þá er nýja heimilisfangið 72 Barnes Court, apt. 106, Stanford 94305, CA. Nýja íbúðin er jafnvel betri en sú fyrri þannig að það eru allir hressir. Nú er bara verið að fara að henda Hawaiiskyrtum og stuttbuxum í töskur því vélin fer eftir nokkra klukkutíma.
Boddí.



Viðar Snær með bekkjarfélögunum í kennslustund
Í öllu flutningabrjálæðinu stóð amma Hildur fyrir málun og skreytingum á piparkökum
Kúrekinn í chillinu með pabba sínum
Viðar Snær á St.Patrick's Day að fá sér potato með bekkjarfélögunum
Þessa listrænu myndaseríu hér að neðan tók amma Hildur í einni af mörgum dagsferðum um nágrenni Stanford



Grillað í garðinum með Ellu og Atla
Hildur Theodóra að æfa sundtökin fyrir Hawaii
Litla ballerínan í 1. position

Rutger og Charlotte í matarboði á gamla Barnes Court



6 Comments:
En gaman að sjá myndirnar! Hildur Thea með kúrekahattinn er alveg snilld og Snæsinn ekkert smá flottur sem Student of the week. Varstu nokkuð stressaður að vera með fyrirlesturinn? Vona að það hafi ekki gengið fram af þér elsku bróðir.
Þessi fyrirlestur reyndi nú minnst á Viðar. Fyrst þurfti ég að semja hann fyrir hann og senda hann með áttahundruð essemmessum, og þegar Viðar var búinn að fara með hann fyrir hópinn þá þurfti Viðar Snær að þýða hann yfir á ensku fyrir krakkana.
Þannig gekk þetta nú fyrir sig.
Þ.
Æðislegar myndir af ykkur öllum. Ægifögur að vanda. Hafið það sem allra best á Hawaii.
Knús, Malí og Gunnar Magnús.
Þið eruð sæt, gaman að sjá myndir af ykkur.
Amín
Vona að þið séuð ekki komin með hálsríg af blómakrönsunum.
Annars er búið að rífa grenið ykkar niður svo þið skellið ykkur bara í byggingagallann þegar þið komið heim.
Lou
Þetta Student of the Week dæmi hefði hreinlega ekki gengið án hjálpar frá Þorsteini. Sumum nemendum þótti fyrirlesturinn fjalla of mikið um ömmu Sissí, en ég held að það hafi ekki komið að sök.
Vorum að lenda frá Hawaii fyrir 2 klst., öll heil á húfi nema Boddí, sem er óheil á húfi því hún vildi vera lengur í sólbaði.
Viddi.
Post a Comment
<< Home