Sumarið að koma í Tanford.
Sumarið er komið og það styttist vonandi í að ég geti farið að tana mig aðeins. Ég yrði mjög ánægður að losna við hænsnaskíts-litinn, sem er á húðinni núna. Þá næ ég kannski líka að hrista af mér stimpilinn "Grænasti maðurinn á kampus".
Við Boddí skelltum okkur í gær á gala-auction í lagadeildinni, þar sem verið var að safna $$$$ fyrir góðan málstað. Þetta er árlegur viðburður og gríðarlegur spenningur í fólki. Þar var m.a. boðinn upp aðgangur að pókerspili með prófessorunum, skíðaferðir, kvöldverður með víni og samræðum hjá ýmsum prófessorum, viskídrykkja í heila nótt ásamt 9 vinum heima hjá Dean-inum, gestahlutverk í Ugly Betty o.fl. Mesti spenningurinn var yfir aukahlutverki í nýju "24" seríunni, þar sem vinningshafinn á að fá að koma fram í þættinum, hitta leikarana og fá einhverjar gjafir. Menn eiga greinilega nóg af döðlum hérna, því það var slegist um þetta allt saman. Einhver laganemi bauð á móti einhverjum lawyer sem endaði með því að aukahlutverkið í "24" var slegið á $17.000. Klikk. Ég var að hugsa um að leggja góðu málefni lið og láta bjóða upp innkaupaferð með Borghildi í Stanford Shopping Center. Það mæltist hins vegar ekki vel fyrir - menn hafa einfaldlega ekki orku í svoleiðis geðveiki.
Við ákváðum að slá öllu upp í kæruleysi og ætlum að nota Spring Break til að skjótast til Hava(r)í í viku í lok mars. Kellingin mín hefur ægilega gott af því - hún hefur ekki komið til útlanda í voðalega langan tíma. Hún fór hins vegar að gráta þegar ég sagði hanni að það væri engin fríhöfn á leiðinni. Ég bæti henni það upp með einhverjum skartgripum þegar námslánin koma í hús.
VL.

ég hafði ekki efni á því að bjóða í það.
Sannkallaður hvalreki. Við félagarnir tókum í spil eftir uppboðið og rúlluðum bankanum upp í Black-Jack. Ung stúlka var ekki á þeim buxunum að leyfa okkur njóta þess að sitja einir að kjötkötlunum. Hún var dauðadrukkinn, nuddaði sér upp við okkur og velti næstum spilaborðinu. Chang, félagi minn frá Kóreu, tók því hins vegar með gríðarlegu jafnaðargeði eins og sjá má. Svo gaf hann henni í glas.
Atli og Ella eru ótrúlega dugleg að bjóða okkur yfir í alls kyns veislumat, en við höfum að sama skapi verið ótrúlega léleg að bjóða þeim. Hver veit nema að ég gefi þeim epli í næstu viku til að jafna aðeins metin. Það skiptir hins vegar ekki máli núna - ég vildi bara tjá þakklæti mitt fyrir að Atli skyldi beygja sig svo hann kæmist fyrir á myndinni.
Krakkarnir fóru á fyrsta skólaballið sitt um daginn. Viðar Snær hætti reyndar við og lokaði sig inni í herbergi þegar ég sagði honum að fólk dansaði saman á svona böllum. Ég fékk hann ekki út í bíl fyrr en ég sagðist bara hafa verið að grínast. Þegar við komum á staðinn skýrði ég út fyrir honum hvað fælist í því að "vanga". Hann horfði á mig eins og ég væri óvinur ríkisins nr. 1 og sagðist ekki geta treyst mér aftur. Skemmtileg stund í lífi föður og sonar.
Daglegt líf. Marta og Ásgerður reka saman hannyrðaverslun á Skólavörðustíg. Þær taka alltaf vel á móti manni þegar maður kíkir inn í kaffi og með'ðí. Þær sögðust ekki vera ánægðar með framkvæmdirnar á Skólavörðustígnum og kváðu þær hafa bitnað á viðskiptunum í vetur.
Kellingin var búin að suða um yfirvaraskegg í marga mánuði.





What my baby wants my baby gets.
Annars hefur Grímur svili minn ekki látið í sér heyra í marga mánuði. Ég vona bara að hann hafi það gott, en hann er að verða pabbi á næstu vikum. Það er hægt að fylgjast með honum og fjölskyldunni á heimasíðunni þeirra. Fyrir þá sem sakna hans birti ég þessa mynd:
Grímur.



Hvað er hægt að vera óheppinn?

14 Comments:
Hvaða gaur er þetta með bindið við hliðina á Chang? Og sniðugt hjá Atla að klippa niður nælonsokkabuxurnar hennar Hildar og nota þær sem vettlinga. En hvernig er með skilgreiningu á yfirvararskeggi, þarf ekki eitthvað ákveðið hlutfall að vera "yfir vörinni"? Eða er nóg að safna einhverju óreglulegu hrúgaldi ca í miðju andlitinu? Og einn að lokum, hvaða maður er þetta sem heldur með vinstri handleggnum utan um hálsinn á Gunna?
Eiiiiiiiiiiiiiiturhress í Seattle,
Gimbó graðfoli.
Gleymdi einum. Hvað voru Borghildur og Guðjón á 70 að gera með slagbrandinn af Barðaströndinni?
G-man.
Marta og Ásgerður eru helvíti góðar! Ég hefði annars slegið 17000 döðlu lán til að komast í tæri við Bauerinn.
Mágsa
Gaman að heyra frá ykkur, Grimanna. Það er rétt, skeggið mitt var ekkert spes - eiginlega hálfgert fúlskegg. Þetta var bara það besta sem ég gat gert með hálftíma fyrirvara. Ég bæti það upp með hárvexti annars staðar.
Ég held að Atli hafi verið að koma úr innbroti og gleymt að taka af sér þjófahanskana sína. Það getur alltaf gerst.
Góður með slagbrandinn. Mikið sakna ég hans. Kannski held ég upp á heimkomuna til Íslands með því að smíða nýjan slagbrand - ertu með? Við getum gefið hundinum þínum gamla slagbrandinn til að tyggja.
Viddi.
Fyrirgefiði en þetta er stórmerkilegt útilistaverk á campus og vinur minn er enginn annar en hinn 87 ára gamli prófessor í Art&Law. Hann myndi svitna ef hann heyrði ykkur tala um slagbrand...
Æjj hvað mútta er eitthvað notaleg í flísinni með svuntuna.
Er ekki frá því að það sé ekki til ein einasta mynd af mömmu svuntulausri inn á Barnes Court... þetta fínt júníform sem campusinn reddar eldri (Stan)borgurum.
kveðja,
annalú
Við reyndum að taka múttu úr svuntunni einhvern tíma í nóvember 2006, en þá kom í ljós að hún var gróin föst. Það þarf víst að fjarlægja hana með skurðaðgerð. Mamma er ekki sjúkratryggð hér þannig að við bíðum með aðgerðina þangað til við komum heim í sumar.
Viddi.
Alltaf gaman að lesa fréttir af ykkur. Við erum farin að sakna ykkar voðalega mikið - eruð þið ekki alveg að fara að koma heim?
Kv. Guðrún Björk.
fín færsla hjá þér vinurinn ..
þú virðist aldrei hætta að búlla og búlla :D en farðu svo að drífa þig í klippingu og skeggrökun .. sei sei
een heyri i þer húni :D
Viðar - þú ert nokkuð fyndinn. Þú getur pottþétt endurvakið vikulega sjónvarpsþætti Hemma Gunn þegar þú kemur aftur frá Sauðárkróki. Svanur biður að heilsa Gunnu buddu. Gangi þér vel í blokkflautunáminu.
Kveðjur
Sóley
Þið eruð bara priceless! Segi ekki meir..... :-)Knús á línuna, RMÓ
Keyrði fram hjá Barðanum um daginn og jólaskrautið er ennþá í fínum gír þar... þið bara látið mig vita ef þið viljið að ég fari og taki grenið niður í skjóli nætur.
Loo
Anna systir, þú hefur mína heimild til að brjótast inn og koma húsinu okkar í stand. Skildu svo eftir miða til leigjendanna með áminningu um að við komum heim eftir 3 mánuði.
Viddi.
Þegar ég sagði "ef þið viljið að ég fari og taki grenið niður" þá meinti ég auðvitað að rífa allt húsið niður...
ég fer í það í nótt.
kv. Anna
Post a Comment
<< Home