Lífið í Stanfjord

Tuesday, April 03, 2007

Aloha!

Erum komin til baka frá Hawaii og búin að eignast litla yndislega frænku, hana Arndísi Áslaugu. Prinsessan fæddist í Seattle á miðvikudaginn í síðustu viku, 28. mars. Við hlökkum að sjálfsögðu mikið til að hitta nýja fjölskyldumeðliminn. Hún er algjör rúsínurófa eins og sjá má http://www.gayvis.blogspot.com/
Nú er það lokaspretturinn í náminu hjá gömlu en litlu gormarnir verða í skólanum fram í júní. Þau eru reyndar í spring break þessa vikuna, og amma Hildur er með þau í fullu skemmti- og menningarprógrammi á meðan.
Í dag á amma Addý afmæli og á morgun á Anna Lú afmæli - til lukku!!!
Boddí.

Hildarnar fá sér pínu colada

Gormarnir í góðum gír - Hildur Theodóra sýnir japanskan stríðsmars

Fórum á margar fallegar, en ólíkar strendur. Við þessa strönd snorklaði Viðar innan um kóralrif og fallega fiska og horfðist í augu við skjaldbökur. Ég sá um sólbaðið á meðan.

Í Pearl Harbour á leið um borð í kafbát

Gömul hjón í Perluhöfn á leið um borð í USS Missouri þar sem skrifað var undir friðaryfirlýsingu í lok seinni heimsstyrjaldarinnar

Það er slegist um að kyssa pabba gamla

Við tengdamæðgur héldum okkur á hliðarlínunni og skáluðum bara í kampavíni á meðan. Anna systir fæddi dóttur á sömu mínútu.

Við hvöttum börnin óspart til að fá sér tattoo - loksins féllust þau á það!

Slakað í morgunverði

Little Miss Sunshine

Allt að gerast í sandkökubakstri


4 Comments:

At 4:22 PM, Blogger Unknown said...

Myndirnar af ykkur eru æði og ég er búin að skoða þær all oft. Samt ekkert svakalega oft. Bara passlega mikið.

Til lukku með frænkuna. Hún svakalega mikil dúlla!!!

Kveðja,

Anna

 
At 11:58 AM, Anonymous Anonymous said...

Til hamingju með litlu sætu frænku :)

Okkur sýnist hafa verið geðveikt á Hawaii. Margar flottar pósur af fallegu fólki :)

Hlökkum mikið til að fá ykkur heim í sumar, fallega fjölskylda.

Kveðja, Malí, G-Örn og Gunnar Magnús.

 
At 1:01 PM, Anonymous Anonymous said...

hæ sætust

Bestu kvedjur fra Danmörku. Erum líka komin í vorfíling thó svo ad vid getum hvorki keppt vid Hawai eda Kaliforníu. Veit ekki hvenær vid komum til Íslands, en líklegast i lok júlí byrjun ágúst. Knús til ykkar allra og haningjuóskir til Seattle fjölskyldunnar og nyja medlimsins.

Gunnthórunn og Nína Margrét

 
At 3:00 PM, Blogger Unknown said...

Nenniði að blogga aðeins sjaldnar... lesturinn tekur bara alltof mikinn tíma frá mér.

Kveðja
Annalú

 

Post a Comment

<< Home