Lífið í Stanfjord

Friday, June 15, 2007

Gifting í Vegas!

Þá erum við búin að hafa það gott með ríka og fræga fólkinu í LA og upplifa skemmtanabrjálæðið í Las Vegas. Skelltum okkur inn í "The World Famous Chapel of the Bells" í Vegas og létum endurnýja hjúskaparheitin. Hittum þar fyrir sennilega 120 ára gamlan hrukkóttan prest, sem reyndist vera þaulæfður í faginu og hefur endurnýjað hjúskaparheit í tugi ára, m.a. fyrir ekki ómerkari mann en Sammy Davis jr. Við erum reyndar enn að spá í hvort presturinn var karlkyns eða kvenkyns, en hann var alla vega sá hrukkóttasti sem við höfum séð. Það var nú bara ansi rómantísk að fara með hjúskaparheitin svona á ensku (repeat after me og allt það...), en athöfnin var að sjálfsögðu tekin upp á hljóðsnældu - það er víst trendið í Vegas.
Gistum í Grand Canyon í nótt. Magnað fyrirbæri. Stefnum svo á þá vinsælu borg Tucson, AZ, á morgun, í eina nótt á leið okkar til El Paso.
Boddí.

Héldum uppá 7 ára afmæli Viðars Snæs tveimur dögum fyrir brottför frá Stanford


Stemmning í boltanum

Viðar og Atli pökkunarmeistarar


Einn kaldur tekinn inn á milli


Yngismærin, Hildur Theodóra, að útskrifast úr Kindergarten

4 Comments:

At 2:26 AM, Anonymous Anonymous said...

Til hamingju með endurnýjunina! Gaman að heyra aðeins í þér í gær Boddí mín.

Við hlökkum mikið til að fá ykkur heim.

Knús, Malí.

 
At 1:44 PM, Anonymous Anonymous said...

Ah, hafið það áfram svakalega gott á ferðalaginu og til hamingju með allt! Hlakka mikið til að fá ykkur svo heim!
Kv.,
Heiða

 
At 5:07 PM, Blogger Unknown said...

Til lukku með endurgiftinguna. Bara kúl.
Kveðja,
Annasys

 
At 8:47 AM, Anonymous Anonymous said...

Kannaði maðurinn pappíra Viðars??

Skuldið mér brúðkaupsveizlu.

Þ.

 

Post a Comment

<< Home