Gifting í Vegas!
Þá erum við búin að hafa það gott með ríka og fræga fólkinu í LA og upplifa skemmtanabrjálæðið í Las Vegas. Skelltum okkur inn í "The World Famous Chapel of the Bells" í Vegas og létum endurnýja hjúskaparheitin. Hittum þar fyrir sennilega 120 ára gamlan hrukkóttan prest, sem reyndist vera þaulæfður í faginu og hefur endurnýjað hjúskaparheit í tugi ára, m.a. fyrir ekki ómerkari mann en Sammy Davis jr. Við erum reyndar enn að spá í hvort presturinn var karlkyns eða kvenkyns, en hann var alla vega sá hrukkóttasti sem við höfum séð. Það var nú bara ansi rómantísk að fara með hjúskaparheitin svona á ensku (repeat after me og allt það...), en athöfnin var að sjálfsögðu tekin upp á hljóðsnældu - það er víst trendið í Vegas.
Gistum í Grand Canyon í nótt. Magnað fyrirbæri. Stefnum svo á þá vinsælu borg Tucson, AZ, á morgun, í eina nótt á leið okkar til El Paso.
Boddí.

Viðar og Atli pökkunarmeistarar
4 Comments:
Til hamingju með endurnýjunina! Gaman að heyra aðeins í þér í gær Boddí mín.
Við hlökkum mikið til að fá ykkur heim.
Knús, Malí.
Ah, hafið það áfram svakalega gott á ferðalaginu og til hamingju með allt! Hlakka mikið til að fá ykkur svo heim!
Kv.,
Heiða
Til lukku með endurgiftinguna. Bara kúl.
Kveðja,
Annasys
Kannaði maðurinn pappíra Viðars??
Skuldið mér brúðkaupsveizlu.
Þ.
Post a Comment
<< Home