Lífið í Stanfjord

Saturday, June 23, 2007

Önnur vika ferðalagsins

Í stuttu máli að þá brunuðum við frá Tuscon, Arizona, til El Paso, Texas, með skemmtilegri viðkomu í indíánabænum Xavier og kúrekabænum Tombstone. Vorum tvo daga í El Paso þar sem við hvíldum okkur og skoðuðum gamlar kirkjur. Því næst lá leiðin til San Antonio, Texas, með viðkomu í smábænum Fort Stockton. Stoppuðum tvær nætur í San Antonio og skoðuðum borgina. Skoðuðum m.a. hið fræga Alamo og gengum eftir "Riverwalk". Héldum svo til Houston, og stoppuðum á leiðinni í nokkrum smábæjum, m.a. Gonzales þar sem við skoðuðum gamalt fangelsi,og Shiner þar sem við skoðuðum fallega kirkju. Frá Houston keyrðum við yfir til eyjunnar Galvestone Island, þar sem við fundum þessa fínu baðströnd - vissi ekki að Texas byði uppá slíkt! En það er auðvitað bilaður hiti hérna þannig að allar sundlaugar og strendur eru vel þegnar. Nú höfum við verið í New Orleans í tvo daga og höldum til Florida á morgun með viðkomu í Missisippi og Alabama. Við höfum enn ekki orðið vör við mikil ummerki flóðsins í New Orleans að öðru leyti en því að við gistum fyrir lítinn pening á frábæru fimm stjörnu lúxushóteli sem býður hótelgestum uppá heitt súkkulaði og peanut butter and jelly samlokur kl. 22 á hverju kvöldi - magnað hótel! Túrisminn hefur sem sagt legið í smá dvala sem skilar sér í lægra verði til að lokka ferðamenn. Áður en við yfirgefum borgina á morgun ætlum við að skoða ummerki flóðsins til að gera okkur betur grein fyrir þeim hörmungum sem áttu sér stað hér árið 2005. Á mánudag stefnum við að því að vera komin til Orlando. Fáum að gista hjá Maríu Fjólu og Birni og verður María Fjóla með okkur í Flórída og sér um að koma okkur heim 30. júní n.k. ; )
Það hefur ekki gengið nógu vel hjá mér að setja myndir inn á bloggið og læt ég því fylgja myndaslóð með myndum úr annarri viku road trippsins:

http://picasaweb.google.com/vidarludviks/RoadTripWeek2ArizonaNewMexicoTexasLouisiana

All best, B.

1 Comments:

At 7:55 AM, Anonymous Anonymous said...

Vantar ekki eitthvað svona "closure", eins og Ameríkaninn myndi kalla það? Á að skilja lesandann bara eftir í lausu lofti? Það geta nú seint kallast góðir mannasiðir...

 

Post a Comment

<< Home