Hundraðasti skóladagurinn í uppsiglingu
Í næstu viku rennur upp hundraðasti skóladagur barnanna hér í Kaliforníu. Í tilefni af hundraðasta skóladegi þessa skólaárs verður mikið um hátíðahöld. Við útvegum 100 stk. af hinu og þessu og amma Hildur verður sjálfboðaliði á sjálfum hátíðardeginum. Börnin auðvitað spennt og finnst þetta stórmerkilegur viðburður. Skólinn gengur að öðru leyti sinn vanagang jafnt hjá stórum sem smáum. Arnhildur Anna er auðvitað í essinu sínu heima á Íslandi. Smelli inn nokkrum myndum frá helstu uppákomum janúarmánaðar.
Boddí.

Feðurnir að kenna sonunum elsta bissnesstrikkið í sögunni, límonaðisölu!!!
Matarboð hjá Charlotte og Rutger (von Netherlands). Þau eru hress.
Þetta málverk gaf mamma Mariu Esmeröldu, vinkonu minnar frá Paraguy, okkur. Myndin, sem er af ótilgreindum fossi á Íslandi, er máluð af mömmu Mariu sem er þekktur listmálari í heimalandi sínu. Hún hefur einu sinni komið til Íslands, á þeim tíma sem pabbi Mariu var utanríkisráðherra Paraguy.
