Lífið í Stanfjord

Thursday, August 31, 2006

Gestir.

Litla íbúðin okkar er full af fólki þar sem foreldrar Borghildar, systkini og fjölskyldur eru í heimsókn. Það eru 15 manns í mat á kvöldin hjá okkur að jafnaði, fyrir utan ráðamenn þjóðarinnar, sem detta oft inn í kaffi til að spjalla. Myndir af þeim koma síðar, en meðfylgjandi myndir eru aðallega fyrir afa og ömmur.
Bless.
VL.
Halldór, Viðar Snær og Hildur Theodóra. Þess má geta að Hildur er ástfangin af Halldóri.
Hildur Theodóra tók þessa mögnuðu mynd af heimasætunni á heimilinu, Arnhildi.
Rómantísk mynd af rómantískum manni með börnin sín í rómantískum vagni.



Wednesday, August 30, 2006

Smá frí.

Jæja, við Boddí fórum í fyrsta prófið okkar í gær og eigum frí núna í nokkra daga. Foreldrar Boddíar, systkini og tengdafólk er í heimsókn þannig að við vorum 15 í mat í gær. Mikið álag á kallinum eins og þið getið ímyndað ykkur.

Annars er maður kominn á fullt í PTA, PIE og allt þetta dót í tengslum við skólann hjá krökkunum. Ég mæti samviskusamlega á foreldrakvöld og ræði framtíð barnanna í menntunarmálum á háalvarlegum nótum við hina foreldrana. Í stuttu máli þá eru allar þessar mature soccer-moms vitlausar í mig. Það verður ábyggilega mjög erfitt fyrir þær þegar ég sný heim til Íslands næsta vor. Ég hef bara ekki haft geð í mér til að segja þeim það strax að ég sé ekki kominn til að vera.

Myndir koma næst. Öruggast er að slökkva á vafranum ykkar núna.

VL.

Wednesday, August 23, 2006

Smá update - mikilvægt

Mér þótti rétt að koma með smá update. Umsjónarmaðurinn með prógramminu hennar Boddíar er Roland nokkur Vogl. Ég kalla hann hins vegar Roland Rugl, enda er maðurinn rugl sætur. Dæmi hver fyrir sig. Maður er strax farinn að sjá eftir að hafa komið hingað. Látið endilega í ykkur heyra ef þið hafið lent í svipuðum aðstæðum og ég.

VL.

[[ Myndin tekin út að ósk Borghildar eftir að einhver óprúttinn náungi skrifaði komment á bloggið undir nafni viðkomandi kennara. Takk kærlega fyrir að taka konuna mína á taugum. VL. ]]

Já, hann er engin rola hann Roland.

Saturday, August 19, 2006

Fyrsta heimsóknin ; )




Fyrsta heimsóknin
Jæja þá eru Anna og Grímur og Hekla komin í heimsókn og voða gott að sjá þau :) . Föstudagur / 40 ár síðan Hildur og Lúðvík byrjuðu saman /; Já þau komu semsagt í gær til okkar, sóttu Arnhildi, Viðar og Hildarnar hjá heilsugæslunni og hentumst beint í íbúðina okkar . Vorum svo bara e-ð að bralla hérna heima þangað til nördarnir kæmu heim..svo komu þeir heim og við ætluðum að fá borð á The cheescake factory en tók alveg klst. að fá borð þar, þannig fórum á California pizza kitchen og það var bara mjög gott :) . Komum svo heim og spjölluðum og borðuðum ben & jerrys ís :). Svo bara sofnuðu allir :)
Í dag ; Tókum deginum bara rólega á meðan mamma og viðar fóru að nöördast :) , svo reyndar eitthverntimann um morguninn þá fór Viðar í ökue-ð en hann getur nú bara sagt frá því sjálfur :) veit ekkert um það . Jæja svo komu þau heim og við fórum í Stanford Shopping Center og ég (arnhildur ) og grímur keyptum okkur boli i Abercrombie And Fitch og krakkarnir skólatöskur í GAP. Röltuðum svo smá og þá skildust leiðir, konurnar fóru að versla í matinn og kallarnir og börnin fóru á Mc Donalds :) svo er verið að elda matinn núna :)


Kv. Arnhildur Anna

Friday, August 18, 2006

Skólalífið

Hildur Theodóra ásamt hinni svissnesku Sophiu á skólalóðinni


Fyrsti skóladagur Hildar Theodóru var í dag. Kynning á kennurum og skólanum. Það gekk súpervel og hún var strax farin að knúsa Sophiu, svissneska vinkonu sína. Pabbi Sophiu og ég erum saman í bekk, þ.a. við vorum að vonum ánægð að dætur okkur lentu saman í bekk. Hildur lenti m.a.s. líka í bekk með íslenskum strák sem hún á reyndar enn eftir að kynnast.
Viðar Snær fer í kynningu í skólanum á morgun og þetta endar svo allt í einni stórri ísveislu fyrir alla nemendur skólans, ásamt fjölskyldum. Þetta er slóðin á skóla Hildar og Viðars:
http://www.escondido.palo-alto.ca.us/
Hann er inni á campus og í nokkurra mínútna fjarlægð frá húsinu okkar.
Arnhildur Anna byrja í skólanum á mánudaginn og er þetta slóðin á skólann hennar:
http://gunn.pausd.org/home/web/
Fyrst ég er byrjuð á þessu að þá er slóðin á skólann okkar Viðars:
http://www.law.stanford.edu/
Bara svona til að covera skólamálin ; )
Erum annars gríðarlega spennt yfir því að Amín, Grímur og Hekla ætla að heimsækja okkur á morgun og vera hjá okkur yfir helgina. Sýnum samt ekki sömu viðbrögð og Gunni,
http://amerikugunnar.blogspot.com/2006/08/amn-grlur-og-hekla-heimskn.html
Þetta voru svona helstu staðreyndir frá okkur í bili.
Boddí.

Thursday, August 17, 2006

Bólusetningum lokið í bili - komin á beinu brautina

Það gerist allt löturhægt í henni Ameríku. Við sættum okkur við það. Eftir mikla erfiðleika tókst okkur að hafa uppi á lítilli klíník sem gat tekið börnin í bólusetningu með litlum fyrirvara. Doctor Chong brást afar vel við beiðni okkar og rukkaði okkur ekki um nema 450 Bandaríkjadali fyrir. Ég hló svo mikið að ég ákvað að borga skólagjöldin fyrir alla sem eru með mér í prógrammi. En nú geta börnin okkar semsagt leikið sér við lifrarbólgusmituð börn án vandræða.
VL.

Doctor Chong sagðist vera "eitthvað ryðgaður" í bólusetningum og kvaðst þurfa að æfa sig áður en hann spreytti sig á "alvöru fólki" eins og hann orðaði það. Hann baðst auk þess afsökunar á því að eiga bara eina nál.

Doctor Chong átti eitthvað erfitt með að gefa okkur til baka. Eftir lítið töfrabragð fann hann hins vegar skiptimynt á bakvið eyrað á ruslakalli, sem átti leið hjá.

Monday, August 14, 2006

San Fran og skóli

Reyndum að týna okkur ekki alveg í lestri og vitleysu um helgina og fórum því til San Francisco á sunnudaginn. Var það jómfrúarferð fyrir flesta Stanfjordbúa, ef ekki alla nema Boddí. Brekkur borgarinnar náðu auðvitað að heilla mannskapinn og líka stemmningin almennt. Það var hins vegar eitthvað allt annað veðurfar (áttum við ekki annars alveg eftir að tala um veðrið...) í gangi inni í borginni en hér hjá okkur í Stanford. En hér í Stanford búum við auðvitað við logn, hita og sól alla daga : )
Skólinn byrjaði svo aftur með stæl í dag. Morgunmatur með prófessorum og kennaraliðinu. Held við séum búin að þurfa að standa upp og kynna okkur u.þ.b. þrisvar á dag frá því skólinn byrjaði, og engin undantekning á því í morgun. Kaninn er soldið fyrir þetta. Viðar nær einhvern veginn alltaf að lauma einhverjum setningum inn í kynningarnar hjá sér þannig að liðið missir sig af hlátri, sem er gott.
Kennaraliðið og samnemendurnir eru mikið að velta því fyrir sér hvernig orðið "Borghildur" er borið fram. Sumir segjast æfa sig heima á kvöldin. Ég gafst aðeins upp í dag og sagði nokkrum félögum að þeir mættu bara kalla mig "Hilda", þá var minn maður ekki lengi að blanda sér í málið og benti þeim á að hann kallaði mig iðulega "Body"... Ég held að þeir haldi að við séum snarbiluð!!! Þú útskýrir það ekkert að Boddí og Body sé ekki það sama.
Börnin byrja ekki í skólanum fyrr en á mánudaginn. Til þess að það takist þurfa þau hins vegar að gangast undir bólusetningu og berklapróf sem aðeins má framkvæma í US. Þannig að við erum enn í stöðugum útréttingum - þetta virðist endalaust!!!
Arnhildur Anna er þó búin að fá að vita að hún fer í Gunn High School sem er víst skóli á einhverjum Olympíumælikvarða.
Amma Hildur er í feiknafjöri, smurði nesti oní alla yngri kynslóðina í dag og hélt í lautarferð hér á Campus. Viðar vill endilega skvera henni undir stýri og gera hana að soccer-grandma. Veit ekki alveg hvort hún er til í að keyra 50 cent...


BE

Saturday, August 12, 2006

Skólinn byrjaður

Þá er fjörið byrjað. Það var nú heldur mjúk lending fyrstu tvo skóladagana. Kynning á lagadeildinni, bókasafninu, tölvudæminu, leiðsögn um campus og þetta helsta. En nú er víst alvaran byrjuð og nóg af lesefni fyrir næstu daga. Reynum að tækla þetta af einhverri skynsemi. Það skal tekið fram að frú Hildur Viðarsdóttir eldri er nú þegar orðin legend hér í Stanford.

Yngri kynslóðin byrjar í skólanum 21. ágúst n.k. Við höfum enn ekki fengið upplýsingar um hvaða skóla þau fara í, en það skýrist í næst viku. Arnhildur Anna er nú þegar búin að þreyta stöðupróf í ensku, og gerði það með stæl.



Hér eru spennt hjón á leið í skólann á fyrsta skóladegi.


Hér má sjá einbeittan laganema frá Íslandi (stærsta manninn á kampús) í hópi samnemenda. Glittir í Hoover turninn á Stanford Campus í baksýn.
Boddí strunsar áfram með hinum nemendunum í guided tour um Campus.

Ein lauflétt fyrir framan byggingu lagadeildar að loknum fyrsta skóladegi.

Hildur Theodóra hress á róló, Viðar Snær rólar sér og heimili okkar má sjá í baksýn.

Það helsta...

Það hefur tekið okkur töluverðan tíma að koma okkur almennilega fyrir hér í Stanford. Eftir endalausar ferðir í IKEA, BEST BUY, TARGET, COSTCO og þessar helstu basic verslunarkeðjur er þetta alveg að smella saman. Viðar er búinn að mastera samsetningar á IKEA svefnsófum og öðrum nauðsynjum, og Boddí búin að tjúna upp stemmninguna með púðum, kertum og IKEA lömpum. Námsmennirnir allir komnir á hjól og allt að detta í gír. Hildur Viðarsdóttur eldri er með flokkunarkerfi á öllu rusli alveg á hreinu og orðin öllum hnútum kunn í þvottahúsinu í næsta húsi. Hún er líka snillingur í að sjá til þess að við nærumst vel í öllum látunum.



Tengdamömmutryllirinn kominn í daglegan pönnukökubakstur


Hildur Theodóra í litla sæta garðinum í litlu sætu skónum sínum


Hetja fjölskyldunnar sem byrjaði á því að skella sér í tveggja tíma enskupróf í Palo Alto High School


Hjólakostur yngstu kynslóðarinnar sem var keyptur á spottprís í uppáhaldsverslun Gunna frænda; COSTCO

Ágætis byrjun












The Ludviksson family mætt hress og kát til San Francisco - klár í slaginn!
















Sætar nöfnur í morgunsólinni við San Francisco Bay.
















Frúnni var hent undir stýri á strætó til að ferja liðið til Stanford á meðan svilarnir reyndu fyrir sér í bílaviðskiptum.
















Eiturhressir svilar eftir bílaviðskipti aldarinnar.
















Börnin í Barnes Court

Friday, August 11, 2006

Allt að gerast

50cent kominn í bæinn. Ef myndin prentast vel má sjá að hjólkopparnir snúast ennþá, löngu eftir að bifreiðin nam staðar.
Arnhildur vælandi af ánægju yfir garðinum, sem er hátt í 3 fermetrar.
Hildur búin að finna sér fermetra til að sofa á.
Viðar plataði Borghildi í smá "In-N-Out".
Litlu systkinin fá stuðning hvort hjá öðru í brjálæðinu.

Og margt og mikið er búið að gerast síðan við komum hingað :) Meðal annars að kaupa svartan bíl , Ford Expedition - beint úr kassanum og líka DVD í bílnum :) og auðvitað leður í sætunum :)
Svo erum við nú líka búin að fara í Ikea svona fimm sinnum og eyða svona sirkabát 7-9 klst. þarna inni.
Svo var Viðar að klára að setja sófann okkar saman hérna þannig stofan er strax orðin betri :)
Og öll erum við komin á hjól nema Hildur eldri... þannig við getum hjólað í skólann og svol. :)

Adda.


Síðustu dagar hafa verið of hectic til þess að við gætum bloggað. Svo er alveg eins gott að kíkja á bloggið hjá Grímönnu, gayvis.blogspot.com. Þau segja líka svo skemmtilega frá.

Við erum alla vega komin til Stanfjord.