Lífið í Stanfjord

Sunday, October 22, 2006

Afmælismyndir

Félagarnir Viðar Snær og Halldór Andri.

Arnhildur Anna, Ella Dóra, Valur Björn og Soewon (sitjandi).

Hildur Theodóra við snyrtiborðið frá ömmu Hildi og afa Lúlla


Nýkvöknuð og nýorðin 5 ára. Hress og kát.

Hildarnar hressar, ásamt Sophiu, Soewon og Sun Kyun.

Hress að viðra dúkkuna frá langömmu Sissí.

Strákarnir í lagadeildinni spenntir fyrir blöðrunni. Pumpkin verða skorin út hér um næstu helgi.

Hún á afmæli í dag!

Þrátt fyrir gríðarlegar tilraunir til að setja inn myndir af afmælisbarninu að þá tókst það ekki. Þess í stað komu myndir af Vidda Lú í faðmi LL.M. nema í góðri stund

BBQ fyrir okkur útlensku laganemana. Það gladdi mig að sjálfsögðu ólýsanlega þegar ég var ítrekuð spurð að því hvort Arnhildur Anna væri systir mín. Hvað getur maður sagt!!!

Homecoming Queen Barnes Court


Buðum kóreskum vinum okkar í mat í tilefni af því að Ban Ki-Moon verður nýr aðalritari Sameinuðu Þjóðanna.


Hildur Theodóra er 5 ára í dag. Af því tilefni verður slegið upp léttri afmælisveislu í garðinum. Amma Hildur er búin að mastera ostakökuna sína og gott ef það er ekki eitthvað fleira í bígerð hjá konunni sem er sett í öll hlutverk hér á heimilinu. Ég gerði tilraun til að gera súkkulaðikremið hennar ömmu Addýjar á afmæliskökuna, en því miður er ómögulegt að ná því hér, og skreytti því kökuna bara þeim mun meir í staðinn...
Við eigum von á íslensku vinum okkar hér í hverfinu og svo LL.M. nemunum sem eiga börn, sem eru beisiklí ekki margir..., sniðgengum reyndar einn Japana sem á tveggja mánaða gamalt barn. Það voru miklar samningaviðræður sem áttu sér stað á milli okkar hjóna hvar ætti að draga línuna, þ.e. hvenær börn væru börn osfrv. Auðvitað hafði ég betur og Japanska pabbanum var ekki boðið. Hann getur því spilað golf í dag.
Boddí. P.S. Ég lofa að koma inn myndum af sjálfu afmælisbarninu síðar í dag...

Friday, October 20, 2006

Aðeins að hreinsa upp Leif Arnar.

Við Borghildur eyðum mestum tíma í að læra. Þannig er það bara. Inn á milli náum við hins vegar að kreista einhverja skemmtun út úr lífinu. Þannig tók ég t.d. verklega bílprófið um daginn. Til allrar hamingju lenti ég á fimmtugri, einhverfri rússneskri konu með fullkomnunaráráttu. Hún var með tvær stórar vörtur í andlitinu, aðra flennistóra en úr þeirri smærri blómstruðu fjögur löng svört hár. Svo var hún í mjög flegnum bol, en það gerði einhvern veginn illt verra undir þessum kringumstæðum.

Allt að einu: það EINA sem ég einbeitti mér að í ökuprófinu var að STÖÐVA á öllum stöðvunarskyldum og FIKRA mig síðan yfir stöðvunarlínuna til að aðgæta hvort óhætt væri að smella mér yfir. Þegar prófinu lauk sagði rússneska vartan að þetta hefði verið "mediocre" því ég hefði alveg gert í brækurnar á stöðvunarskyldunum. Ég slefaði af undrun. Nánar til tekið skellti rússagrýlan því framan í mig að ég hefði fengið 5 alvarlegar villur fyrir að GLEYMA að "STÖÐVA á stöðvunarskyldum og FIKRA mig síðan yfir". Mér leið eins og í falinni myndavél. Ég var að spá í að bjóða vörtunni í glas og spyrja hvort hún væri gift þegar hún missti út úr sér að ég hefði samt náð prófinu. Ég þakkaði þá bara pent fyrir mig, ákvað að halda tryggð við Borghildi (sem er bara með hárlausar vörtur) og spurði prófdómarann hvenær þessi þáttur af Twilight Zone kæmi á DVD.

Annars eru hér nokkrar myndir, áður óútgefnar.

VL.


Á Hollywood Boulevard rakst Hildur Theodóra á þessa þrjá síkátu vitleysinga. Ég veit ekki hvernig þeim datt öllum í hug að troða sér á þessa mynd. Kannski spilar það inn í að vitleysingarnir rukkuðu okkur allir fyrir myndatökuna - og trúið mér - þá var ekkert bros á andlitinu á þeim. Hvað um það, mér sýnist þetta vera Mjallhvít, Supergirl og Samkynhneigði Sverðabrýnirinn, sem við þekkjum öll svo vel. Ýmsir höfðu gaman af því að stilla sér upp og láta taka mynd af sér við hliðina á þessari stelpu í gallapilsinu. Við nenntum því samt ekki.
Hildur Theodóra átti algjöran stórleik fyrir utan Getty safnið í LA. Hún gekk að þessari frægu styttu og byrjaði að skeina henni í gríð og erg á meðan hún stundi hátt og kallaði "Pabbi, pabbi, sjáðu mig". Ég ætlaði að fara að stöðva hana þegar þessi öryggisvörður (í hvítri skyrtu fyrir miðri mynd) tók af mér ómakið. Honum var ekki skemmt - kannski vegna þess að hann er sá eini sem má skeina styttunni. Ég skammast mín fyrir að segja það, en ég læddist í burtu og faldi mig á meðan. Myndin er tekin 2 mínútum eftir atvikið.
Á Venice Beach hafði þessi ofvaxni hlunkur í lögreglubúningi dottið ofan á vinalegan blökkumann sem var að selja fíkniefni. Það tók um hálftíma að losa fíkniefnasalann undan hlunknum. Vegfarendur skvettu vatni á hlunkinn á meðan til að halda honum á lífi.

Til hvers að leita langt yfir skammt þegar maður er svangur?

Borghildur er búin að eignast margar mjög góðar vinkonur, sem hún hefur hitt á förnum vegi. Þessi kona kom til að lesa af rafmagninu hjá okkur.

Wednesday, October 11, 2006

Kaliforníurúnturinn

Fórum í geggjaða fimm daga ferð til borgar englanna. Byrjuðum á stoppi í Monterey, Pebble Beach og Carmel þar sem við gætum hugsað okkur að festa kaup á fasteign... Keyrðum eftir hinum eina sanna Pacific Coast Highway, með stoppi á tjúlluðum veitingastað sem hékk utan í klettunum in the middle of nowhere og í bænum Solvang, hinum danska. Þegar við mættum til LA sá Gulla vinkona til þess að fjölskyldumeðlimir voru trítaðir eins og Hollywoodstjörnur. Gistum á Roosevelt hótelinu sem Gulla "endurhannaði" þar sem beið okkar ískalt kampavín á herberginu. Gulla brá sér svo í hlutverk concierge og sá um að bóka okkur á þessum helstu stöðum. Tókum líka þennan basic túristapakka; Venice Beach, Santa Monica, Sunset blvd., Disney, Getty Museum etc. Þetta var gaman, en nú er það raunveruleikinn okkar sem hefur tekið við - lesturinn!!!!!!!!!
BE.
The Loo's á Getty safninu með LA í bakgrunni.

Þarna má sjá handa- og fótaför Shirley Temple í gangstéttinni.

Hildur Theodóra heldur samviskusamlega á skilti sem henni var afhent í tilefni af komu Tiger Woods.

Glittir í Hollywoodskiltið ef vel er að gáð.


Rákumst á þessa hressu kvikmyndastjörnu á Roosevelt hótelinu.


Hress mæðgin ásamt Viðari Snæ við Pacific Coast Highway


Nei sko, hittum Unnu Maju á Venice Beach


Arnhildur Anna í Carmel

Myndirnar tala sínu máli






Arnhildur Anna tók þessa seríu í Santa Monica um síðustu helgi.
Eins og sjá má eru börnin hress.

Thursday, October 05, 2006

Halló vín nálgast, flyback week o.fl.

Síðustu vikur hafa verið strembnar fyrir kallinn. Fyrir utan námið þá hefur Borghildur verið frekar óróleg. Fyrst hélt ég að hún væri eitthvað uppþembd eða með gigt, en mér sýnist á öllu að hana sé bara farið að langa í föt og eitthvað glingur. Í næstu viku er svokölluð fly-back vika, en þá fá laganemar frí til að safna kröftum og kaupa glingur fyrir konurnar sínar. Ég ætla að taka kellinguna, múttu og krakkana til Los Angeles í tilefni af því. Ég geri það auðvitað líka í tilefni af því að á föstudaginn kemur verður bíllinn okkar búinn að vera 10 daga á verkstæði, sem er víst einhvers konar met í viðgerðartíma innanhúss. Við vonum að bílaleigubíllinn skrölti.

Annars nálgast Halló-vín. Krakkarnir keyptu búninga í gegnum Internetið. Ég smelli nokkrum myndum inn fyrir ömmurnar og afana í tilefni af því. Þeim þykir það ábyggilega afar (og ömmur) gaman.


Já, Hildur og Viðar jr. eru sannarlega lík fyrirmyndunum.
Takið eftir hrafntinnusvörtu hárinu á Mjallhvíti.Borghildur uppveðraðist öll, hélt að það væri komið þorrablót og skellti sér í gallann. Hún varð mjög leið þegar ég sagði henni að það væri ekki komið þorrablót, en róaðist þegar hún fékk töflurnar sínar og setti Ellý Vilhjálms á fóninn. Sjalið er úr Parísartískunni en skartgripirnir eru í einkaeigu.Ég kýs að kalla þetta verk "Prófíll - Ræfilsleg blóm og Hildur". Ekta mynd fyrir ömmurnar og afana.
Mamma hallar sér gjarnan að flöskunni þegar eitthvað bjátar á. Hún gat þó ekki flúið ljósmyndara sem bar að garði. En mamma er hress - hún má eiga það.
Feðginin á (g)óðri stund. Takið eftir hrukkunum í kringum augun á kallinum. Vonandi þykir einhverjum hrukkur vera smart - þær virðast nefnilega komnar til að vera. Sem betur fer á ég eldri konu.
VL.

Monday, October 02, 2006

;D







Eitthvernveginn þá vilja fl. myndir ekki komast hérna :(

Afsakið bloggleysi hérna, bara allt á fullu og ekki hefur gefist tími til að blogga:/ og margt hefur gerst síðan síðasta blogg var skrifað :) Myndir fyrir ofan af íslendingagrillinu og san fran;) Það var til dæmis Íslendingagrill sem var bara mjög gaman :) Grilluðum gott kjöt og pulsur og læti og mjög gott veður of course ;D Svo var nú líka eitthverntimann barnes Court grill og það var líka fjör ;D

Svo bara læra læra læra ... og Hildur senior alltaf jafn dugleg að passa krakkanna :D

Svo bara í gærkvöldi skelltum við okkur öll nema Viðar til San Francisco, skoðuðum í eitthverjar búðir og sóttum eitthvern pakka á hóteli þarna. Fengum okkur svo að borða þarna rétt hjá Union Square og keyrðum svo aftur heim :)

Jæja komið gott hérna..

kv. Arnhildur Anna ;*