Lífið í Stanfjord

Tuesday, April 03, 2007

Aloha!

Erum komin til baka frá Hawaii og búin að eignast litla yndislega frænku, hana Arndísi Áslaugu. Prinsessan fæddist í Seattle á miðvikudaginn í síðustu viku, 28. mars. Við hlökkum að sjálfsögðu mikið til að hitta nýja fjölskyldumeðliminn. Hún er algjör rúsínurófa eins og sjá má http://www.gayvis.blogspot.com/
Nú er það lokaspretturinn í náminu hjá gömlu en litlu gormarnir verða í skólanum fram í júní. Þau eru reyndar í spring break þessa vikuna, og amma Hildur er með þau í fullu skemmti- og menningarprógrammi á meðan.
Í dag á amma Addý afmæli og á morgun á Anna Lú afmæli - til lukku!!!
Boddí.

Hildarnar fá sér pínu colada

Gormarnir í góðum gír - Hildur Theodóra sýnir japanskan stríðsmars

Fórum á margar fallegar, en ólíkar strendur. Við þessa strönd snorklaði Viðar innan um kóralrif og fallega fiska og horfðist í augu við skjaldbökur. Ég sá um sólbaðið á meðan.

Í Pearl Harbour á leið um borð í kafbát

Gömul hjón í Perluhöfn á leið um borð í USS Missouri þar sem skrifað var undir friðaryfirlýsingu í lok seinni heimsstyrjaldarinnar

Það er slegist um að kyssa pabba gamla

Við tengdamæðgur héldum okkur á hliðarlínunni og skáluðum bara í kampavíni á meðan. Anna systir fæddi dóttur á sömu mínútu.

Við hvöttum börnin óspart til að fá sér tattoo - loksins féllust þau á það!

Slakað í morgunverði

Little Miss Sunshine

Allt að gerast í sandkökubakstri