Lífið í Stanfjord

Tuesday, February 20, 2007

Heimilislífið

Nú virðist sumarið vera að skella á hér í Californiu, trén farin að laufgast og blómgast. Viðar búinn að draga fram settið og allir hressir. Bolludagurinn var haldinn hér hátíðlega í gær. Amma Hildur galdraði fram endalaust magn af bollum oní gesti og gangandi. Við tókum líka mjög virkan þátt í Valentínusardeginum. Börnin sendu um 50 ástúðleg kort, allir kennarar fengu hjartalaga konfektkassa og við fullorðna fólkið létum þetta tækifæri ekki fara framhjá okkur og sendum hjartnæm kort hingað og þangað.
Boddí.

Hildur Theodóra að leita að vinum í garðinum

Bregður á leik fyrir ljósmyndarann

Þarna taka feðginin miðdegisblundinn sinn

Valentínusardagurinn í allri sinni dýrð

Alltaf hress úti í garði

Atli, Ella og strákarnir í bollukaffi

"strákarnir okkar" - Victor og Þórólfur, verkfræðinemarnir í næsta húsi


Hjónin í sínum árlega 16. febrúar dinner, að þessu sinni á Spago sem við getum fyllilega mælt með (eins og Michelin gerir)
Ah, þarna vakti ég þau af blundinum sínum