Lífið í Stanfjord

Sunday, March 25, 2007

Erum flutt!

Erum flutt og erum á leið til Hawaii. Stanford ákvað að það þyrfti að taka íbúðina okkar í gegn svona rétt áður en við flytjum heim. Fengum tilkynningu með tölvupósti, daginn eftir voru sendir 30 kassar til okkar og nokkrum dögum síðar mætti risastór sendiferðabíll með tveimur fílefldum karlmönnum. Nú erum við flutt í annan garð og fyrir þá sem vilja senda okkur póstkort að þá er nýja heimilisfangið 72 Barnes Court, apt. 106, Stanford 94305, CA. Nýja íbúðin er jafnvel betri en sú fyrri þannig að það eru allir hressir. Nú er bara verið að fara að henda Hawaiiskyrtum og stuttbuxum í töskur því vélin fer eftir nokkra klukkutíma.
Boddí.
Hressir laganemar loksins komnir í Spring Break!!!
Viðar í hressum félagsskap - allir að fagna Spring Break
Viðar Snær var Student of the Week í vikunni sem leið. Viðar pabbi að segja frá ævi og störfum sonar síns.

Hér má sjá allt það helsta um Viðar Snæ!

Viðar Snær með bekkjarfélögunum í kennslustund


Í öllu flutningabrjálæðinu stóð amma Hildur fyrir málun og skreytingum á piparkökum


Kúrekinn í chillinu með pabba sínum

Alltaf huggulegt í Stanford Shopping Center!


Viðar Snær á St.Patrick's Day að fá sér potato með bekkjarfélögunum

Þessa listrænu myndaseríu hér að neðan tók amma Hildur í einni af mörgum dagsferðum um nágrenni Stanford





The three Amigos

Grillað í garðinum með Ellu og Atla

Hildur Theodóra að æfa sundtökin fyrir Hawaii

Litla ballerínan í 1. position

Hildur Theodóra æfir ballet og steppdans einu sinni í viku með Sophiu vinkonu sinni
Like father like son

Rutger og Charlotte í matarboði á gamla Barnes Court

Tvífarar mánaðarins

Viðar á Stanford fjallinu "diskinum" - San Fran í bakgrunni

Inngangurinn að fjallinu - á skiltinu má sjá að það eru fleiri dýr en mennirnir sem fíla "diskinn"

Sunday, March 04, 2007

Sumarið að koma í Tanford.

Sumarið er komið og það styttist vonandi í að ég geti farið að tana mig aðeins. Ég yrði mjög ánægður að losna við hænsnaskíts-litinn, sem er á húðinni núna. Þá næ ég kannski líka að hrista af mér stimpilinn "Grænasti maðurinn á kampus".
Við Boddí skelltum okkur í gær á gala-auction í lagadeildinni, þar sem verið var að safna $$$$ fyrir góðan málstað. Þetta er árlegur viðburður og gríðarlegur spenningur í fólki. Þar var m.a. boðinn upp aðgangur að pókerspili með prófessorunum, skíðaferðir, kvöldverður með víni og samræðum hjá ýmsum prófessorum, viskídrykkja í heila nótt ásamt 9 vinum heima hjá Dean-inum, gestahlutverk í Ugly Betty o.fl. Mesti spenningurinn var yfir aukahlutverki í nýju "24" seríunni, þar sem vinningshafinn á að fá að koma fram í þættinum, hitta leikarana og fá einhverjar gjafir. Menn eiga greinilega nóg af döðlum hérna, því það var slegist um þetta allt saman. Einhver laganemi bauð á móti einhverjum lawyer sem endaði með því að aukahlutverkið í "24" var slegið á $17.000. Klikk. Ég var að hugsa um að leggja góðu málefni lið og láta bjóða upp innkaupaferð með Borghildi í Stanford Shopping Center. Það mæltist hins vegar ekki vel fyrir - menn hafa einfaldlega ekki orku í svoleiðis geðveiki.
Við ákváðum að slá öllu upp í kæruleysi og ætlum að nota Spring Break til að skjótast til Hava(r)í í viku í lok mars. Kellingin mín hefur ægilega gott af því - hún hefur ekki komið til útlanda í voðalega langan tíma. Hún fór hins vegar að gráta þegar ég sagði hanni að það væri engin fríhöfn á leiðinni. Ég bæti henni það upp með einhverjum skartgripum þegar námslánin koma í hús.
VL.
Aukahlutverkið í 24 boðið upp. Ef myndin prentast vel má sjá að
ég hafði ekki efni á því að bjóða í það. Sannkallaður hvalreki. Við félagarnir tókum í spil eftir uppboðið og rúlluðum bankanum upp í Black-Jack. Ung stúlka var ekki á þeim buxunum að leyfa okkur njóta þess að sitja einir að kjötkötlunum. Hún var dauðadrukkinn, nuddaði sér upp við okkur og velti næstum spilaborðinu. Chang, félagi minn frá Kóreu, tók því hins vegar með gríðarlegu jafnaðargeði eins og sjá má. Svo gaf hann henni í glas.
Atli og Ella eru ótrúlega dugleg að bjóða okkur yfir í alls kyns veislumat, en við höfum að sama skapi verið ótrúlega léleg að bjóða þeim. Hver veit nema að ég gefi þeim epli í næstu viku til að jafna aðeins metin. Það skiptir hins vegar ekki máli núna - ég vildi bara tjá þakklæti mitt fyrir að Atli skyldi beygja sig svo hann kæmist fyrir á myndinni.
Krakkarnir fóru á fyrsta skólaballið sitt um daginn. Viðar Snær hætti reyndar við og lokaði sig inni í herbergi þegar ég sagði honum að fólk dansaði saman á svona böllum. Ég fékk hann ekki út í bíl fyrr en ég sagðist bara hafa verið að grínast. Þegar við komum á staðinn skýrði ég út fyrir honum hvað fælist í því að "vanga". Hann horfði á mig eins og ég væri óvinur ríkisins nr. 1 og sagðist ekki geta treyst mér aftur. Skemmtileg stund í lífi föður og sonar.
Daglegt líf. Marta og Ásgerður reka saman hannyrðaverslun á Skólavörðustíg. Þær taka alltaf vel á móti manni þegar maður kíkir inn í kaffi og með'ðí. Þær sögðust ekki vera ánægðar með framkvæmdirnar á Skólavörðustígnum og kváðu þær hafa bitnað á viðskiptunum í vetur.
Kellingin var búin að suða um yfirvaraskegg í marga mánuði.
What my baby wants my baby gets.
Annars hefur Grímur svili minn ekki látið í sér heyra í marga mánuði. Ég vona bara að hann hafi það gott, en hann er að verða pabbi á næstu vikum. Það er hægt að fylgjast með honum og fjölskyldunni á heimasíðunni þeirra. Fyrir þá sem sakna hans birti ég þessa mynd: Grímur.

Mér fannst mjög töff þegar Gunni mávur minn sagðist vera búinn að fá vinnu hjá Straumi. Mér brá auðvitað þegar kom í ljós að hann er bara leiðsögumaður á bóndabænum Straumi. Mér leið hins vegar strax betur eftir að hann sendi mér þessa mynd af sér og sagðist vera "eiturhress í vinnunni".

Hvað er hægt að vera óheppinn?

Ég er greinilega búinn að vera of niðursokkinn í lærdóminn og hef vanrækt kellinguna mína. Maður rétt lítur af henni og hún fær sér nýjan "vin". Mig var búið að gruna þetta þannig að ég sendi einkaspæjara á eftir henni og hann náði þessari eldheitu mynd af turtildúfunum. En hvað getur maður sagt - hún er alla vega búin að næla sér í jafnaldra.