Lífið í Stanfjord

Saturday, June 23, 2007

Önnur vika ferðalagsins

Í stuttu máli að þá brunuðum við frá Tuscon, Arizona, til El Paso, Texas, með skemmtilegri viðkomu í indíánabænum Xavier og kúrekabænum Tombstone. Vorum tvo daga í El Paso þar sem við hvíldum okkur og skoðuðum gamlar kirkjur. Því næst lá leiðin til San Antonio, Texas, með viðkomu í smábænum Fort Stockton. Stoppuðum tvær nætur í San Antonio og skoðuðum borgina. Skoðuðum m.a. hið fræga Alamo og gengum eftir "Riverwalk". Héldum svo til Houston, og stoppuðum á leiðinni í nokkrum smábæjum, m.a. Gonzales þar sem við skoðuðum gamalt fangelsi,og Shiner þar sem við skoðuðum fallega kirkju. Frá Houston keyrðum við yfir til eyjunnar Galvestone Island, þar sem við fundum þessa fínu baðströnd - vissi ekki að Texas byði uppá slíkt! En það er auðvitað bilaður hiti hérna þannig að allar sundlaugar og strendur eru vel þegnar. Nú höfum við verið í New Orleans í tvo daga og höldum til Florida á morgun með viðkomu í Missisippi og Alabama. Við höfum enn ekki orðið vör við mikil ummerki flóðsins í New Orleans að öðru leyti en því að við gistum fyrir lítinn pening á frábæru fimm stjörnu lúxushóteli sem býður hótelgestum uppá heitt súkkulaði og peanut butter and jelly samlokur kl. 22 á hverju kvöldi - magnað hótel! Túrisminn hefur sem sagt legið í smá dvala sem skilar sér í lægra verði til að lokka ferðamenn. Áður en við yfirgefum borgina á morgun ætlum við að skoða ummerki flóðsins til að gera okkur betur grein fyrir þeim hörmungum sem áttu sér stað hér árið 2005. Á mánudag stefnum við að því að vera komin til Orlando. Fáum að gista hjá Maríu Fjólu og Birni og verður María Fjóla með okkur í Flórída og sér um að koma okkur heim 30. júní n.k. ; )
Það hefur ekki gengið nógu vel hjá mér að setja myndir inn á bloggið og læt ég því fylgja myndaslóð með myndum úr annarri viku road trippsins:

http://picasaweb.google.com/vidarludviks/RoadTripWeek2ArizonaNewMexicoTexasLouisiana

All best, B.

Friday, June 15, 2007

Gifting í Vegas!

Þá erum við búin að hafa það gott með ríka og fræga fólkinu í LA og upplifa skemmtanabrjálæðið í Las Vegas. Skelltum okkur inn í "The World Famous Chapel of the Bells" í Vegas og létum endurnýja hjúskaparheitin. Hittum þar fyrir sennilega 120 ára gamlan hrukkóttan prest, sem reyndist vera þaulæfður í faginu og hefur endurnýjað hjúskaparheit í tugi ára, m.a. fyrir ekki ómerkari mann en Sammy Davis jr. Við erum reyndar enn að spá í hvort presturinn var karlkyns eða kvenkyns, en hann var alla vega sá hrukkóttasti sem við höfum séð. Það var nú bara ansi rómantísk að fara með hjúskaparheitin svona á ensku (repeat after me og allt það...), en athöfnin var að sjálfsögðu tekin upp á hljóðsnældu - það er víst trendið í Vegas.
Gistum í Grand Canyon í nótt. Magnað fyrirbæri. Stefnum svo á þá vinsælu borg Tucson, AZ, á morgun, í eina nótt á leið okkar til El Paso.
Boddí.

Héldum uppá 7 ára afmæli Viðars Snæs tveimur dögum fyrir brottför frá Stanford


Stemmning í boltanum

Viðar og Atli pökkunarmeistarar


Einn kaldur tekinn inn á milli


Yngismærin, Hildur Theodóra, að útskrifast úr Kindergarten

Saturday, June 09, 2007

Farin frá Stanford og byrjuð á road trip

Kvöddum Stanford í dag með miklum söknuði og hófum ferðalagið okkar þvert yfir USA. Gámur með búslóðinni okkar á núna að vera einhvers staðar á leiðinni í átt að Atlantshafinu. Hildur Theodóra og Viðar Snær fengu að hætta viku fyrr í skólanum til að við gætum farið í ferðalag fyrir heimferð, en útskrift Hildar Theodóru úr Kindergarten var haldin hátíðleg á fimmtudaginn. Daginn eftir fór "au-pair ársins", amma Hildur heim til Íslands ásamt afa Lúlla.

Fyrsti viðkomustaður ferðalagsins okkar er Carmel þar sem við erum nú búin að koma okkur vel fyrir á hóteli. Stefnum á góðan og huggulegan brunch á morgun þar sem einkasonurinn á 7 ára afmæli. Að því búnu keyrum við suður Pacific Coast Highway í átt að LA, með viðkomu sennilega í Hearst Castle og Santa Barbara. Við gistum svo enn og aftur á hótelinu hennar Gullu, Roosevelt, í LA í tvær nætur. Því næst verður það Las Vegas í tvær nætur og Grand Canyon í eina nótt. Meira er ekki planað í bili. Stefnum á að setja inn myndir og stuttar línur frá ferðinni okkar.

Boddí.