Lífið í Stanfjord

Thursday, November 23, 2006

Þakkir gjörðar í musteri Shirley Temple.

Kaninn á það til að fara aðeins yfir strikið í hátíðahöldum. Það er það sama með Þakkargjörðarhátíðina (þýska: Dankesmachenfest) og aðrar hátíðir, það er allt gjört á milljón. Það er afar mikilvægt hjá Kananum að það sé enginn einn yfir Þakkargjörðarhátíðina og við Boddí áttum standandi heimboð frá nokkrum kennurum í deildinni. Flestir drógu þau reyndar til baka þegar þeir fréttu hvað Boddí borðar mikið.

Hvað um það, við enduðum á því að smella okkur til kennara sem bauð öllum í prógramminu okkar ásamt mökum, börnum og mæðrum í kalkún. Hún á heima í Atherton-hverfinu, sem státar af hæsta fasteignaverði í Bandaríkjunum. Svo skemmtilega vildi til að Shirley Temple lét byggja húsið hennar og mun hún hafa haldið skemmtileg partí þar með fólki sem var næstum eins töff og hópurinn okkar.

Við borðuðum talkúm-kalkún með silíkonfyllingu, drukkum bjór, spiluðum borðtennis og billiard og höfðum það kósí fram eftir degi - alveg þangað til okkur fannst partíið ekki hafa upp á meira að bjóða. Þá brutumst við í gegnum ljósmyndaraþvöguna og létum okkur hverfa.

VL.

Jói og Simbi voru fengnir til að prufukeyra nýja snyrtiborðið hennar Hildar Theodóru. Þeir bleyttu upp í hárinu á henni, klipptu nokkra slitna enda og tóku ekki nema 25 þúsund kall fyrir. Svo fóru þeir í göngutúr með Dalmatíuhundinn sinn. Þeir létu hafa eftir sér að íbúðin okkar væri "mjög púkó".
Yngri börnin horfa á Stundina okkar í tölvu ömmunnar. Takið eftir áklæðinu á svefnsófanum. Það gæti verið ykkar fyrir einungis 8 Bandaríkjadali.
Adda, Geir Sveinsson, Martin (í hvítri pullover), Maria (með heimatilbúna sprengju) og Dalai Lama á góðri stund.
Um helmingur af prógramminu stillti sér upp. Indverjinn fyrir miðri mynd er besta skinn, en hann virðist ekki hafa áttað sig á tilgangi þess að hópurinn stillti sér upp.
Adda, Boddí og Natalie hin brasilíska hafa engu gleymt. Ef þið viljið verða svona hress þá skuluð þið líka fá ykkur Diet Coke. Þess má annars geta að Natalie er blakstelpa.
Snitturnar þrjár, V. Lú, svissneski osturinn Martin og
brasilíski knattspyrnusnillingurinn Nicolau.
Myndin er tekin í Þakkargjörðaveislunni í húsinu sem Shirley Temple byggði og gerði þarfir sínar í. Þar var afar gaman. Stelpan í forgrunni tengist ekki efni fréttarinnar.

Wednesday, November 22, 2006

.

Allt að gerast í leiknum
Le familie mætir hress til leiks

Langt síðan seinasta blogg var skrifað og ætlum að bæta úr því ;)
Allaveganna erum við búin að gera slatta síðan seinasta blogg var skrifað og fórum meðal annars á Stanford fótboltaleik á móti UCS :) getum nú ekki sagt að þeir séu þrusu góðir en samt stemmning að horfa á þetta allt saman :) Flott byrjunaratriði og svona. Svo
i gær átti Halldór afmæli og komu Ella, Valur og Halldór en Atli var í DK.
Svo má búast við þrusu bloggi frá Viðar á næstu dögum ;)
Arnhildur Anna :*

Wednesday, November 01, 2006

Halló-vín. Það líður ekkert Barn Skort í Barnes Court.

Halló-vín er komið og farið. Þetta er hátíð geðveikinnar í landi bumbubanans. Undirbúningurinn er búinn að standa í 2 mánuði og spennufallið er gríðarlegt. Kaninn ku selja Halló-vín varning fyrir 6 milljarða dala á ári, sem er svipað og Borghildur eyðir í gloss og augnskugga á mánuði, þannig að við erum að tala um significant upphæðir.
Hvað um það. Allt fór vel fram og börnin skemmtu sér vel - á kostnað foreldranna - sem er jú það mikilvægasta. Það var heljarinnar hátíð í skólanum hjá krökkunum þar sem allir krakkarnir og starfsliðið skartaði búningum. Skólastjóranum fannst hann sjálfur fara á kostum - klæddur sem gangbrautarvörður - og kokkurinn í skólanum sló öll met klæddur sem - mikið rétt - kokkur. Það þótti mér og krökkunum heldur ódýrt trix þannig að ég lét reka hann. Hann vinnur núna sem gangbrautarvörður. Kennslukonan hennar Hildar Theodóru var ægileg kisulóra - klædd sem köngulóardrottning - en kennslukonan hans Vidda var ekki alveg eins heit - dulbúin sem teketill. Það þótti mér ekki spennandi og ég vil ekki einu sinni vita hvers konar tepokar voru í katlinum.
Um kvöldið fórum við að sníkja nammi og börnin uppskáru samtals 6 kíló. Það er reyndar ótrúleg tilviljum, því það er nákvæmlega sama þyngd og Borghildur ætlar að bæta á sig fyrir Thanksgiving. Svona leitar alheimurinn alltaf að jafnvægi.
En allt að einu, börnin átu yfir sig af nammi og fengu illt í magann. Það var gott á þau, því núna fyrst trúa þau því að maður geti fengið illt í magann af nammiáti.
VL.
Mynd úr Freeman's vörulistanum. Takið eftir fallega pilsinu sem konan lengst til hægri ber.Boddí skar út prumpkin eins og vindurinn. Eftir að ég sagði henni að slímuga gumsið í prumpkin væri vel þekkt yngingarmeðal makaði hún því framan í sig. Þá hlógu allir í hverfinu.Hildur lék Mjallhvíti af einlægni en staðfestu. Hún þvertók fyrir að smakka eitruð epli frá ókunnugum. Fjölskyldan heldur út í nóttina að sníkja nammi. Borghildur fékk 2. verðlaun í samkeppninni um besta búninginn á campus, en hún var "Þreytt húsmóðir af Seltjarnarnesi". Hún tapaði naumlega fyrir Ósýnilega manninum, sem er lengst til vinstri á myndinni.

Hildur Theodóra og Viðar Snær sníkja nammi af Zoolander. Zoolander var fullur, en það kom ekki að sök, því hann átti mikið af nammi.