Lífið í Stanfjord

Thursday, September 21, 2006

The Crying Game

Sælinú.

Um síðustu helgi fórum við út að borða með Atla og Ellu, vinafólki okkar. Atli valdi staðinn og pantaði borð með nokkurra daga fyrirvara. Maturinn var pottþéttur, staðurinn flottur, viðskiptavinirnir fallegir og allt í gangi.

Það besta var að þjónustustelpurnar á staðnum voru gullfallegar og höfðu gríðarlegan áhuga á mér og Atla. Það þótti mér gaman. Þær struku mér líka gjarnan um bakið þegar þær löbbuðu framhjá eða tóku pantanir. Það þótti mér líka gaman. Svo dönsuðu þær uppi á borðum á klukkutíma fresti. Það líkaði mér vel.

Rúsínan í pylsuendanum var hins vegar sú að stelpurnar voru allar með pylsu í staðinn fyrir rúsínu. Þetta voru semsagt ekki stelpur. Það þótti Borghildi gaman.

Sjón er sögu ríkari.

Kjartani þótti gaman að dansa. Hann yppti bara öxlum þegar ég spurði hann hvers vegna hann væri með tvær rúllur af málningarteipi um úlnliðinn.
Þráinn sagði að ég væri ekki með nógu margar tölur fráhnepptar fyrir hans smekk. Ég sagðist því miður ekki vera með fleiri tölur. Atli er líka búinn með sínar tölur á myndinni. Ásgeir spurði mig hvað jeppinn minn væri mörg hestöfl. Þá runnu á mig tvær, Grímur.
Ég, Jónatan, Atli og Friðjón á góðri stundu. Jónatan og Friðjón spurðu mig og Atla hvort það væri kalt á Íslandi. Við sögðum þeim að hafa ekki áhyggjur af fötum.
Gummi (til vinstri) og ég á meðan allt lék í lyndi. Gumma finnst gaman að vera í flegnum bolum.
VL.

Thursday, September 14, 2006

Námslánin duga ekki - börnin arðrænd

Námslánin hafa dugað skammt síðan við komum Westur þar eð sumir meðlimir fjölskyldunnar róa að því öllum árum að halda sama living-standard og heima á Íslandi. En hvað um það. Það voru nokkrir möguleikar í stöðunni, t.d. sá að selja eitthvað úr fataskápnum hennar Borghildar. Af ástæðum, sem ég vil ekki fara nánar út í hér, var sú hugmynd söltuð snyrtilega. Hins vegar skelltum við Viðari Snæ í atvinnumennskuna til að ná endum saman. Hann hefur hvort eð er nógan frítíma.

Pabbin sér um að setja nauðsynlegan öryggisbúnað á Vidda jr. Ekki viljum við að gullgæsin slasi sig í fyrsta leiknum.Viðar Snær býr sig undir að taka boltann á kassann og smyrja hann með vinstri fæti í skeytin fjær. Innkastið mistókst hins vegar þar sem innkastarinn missti boltann ofan á tærnar á sér. Hver kannast ekki við það.Viðar Snær slakar á eftir erfiða túrneringu og bíður eftir sjúkraþjálfaranum. Borghildur slakar á í sömu stellingu og bíður eftir ís með súkkulaðisósu, skartgripum, fötum og einhverju öðru góðgæti.

VL.

Sunday, September 10, 2006

Sósjallífið

Eldhressar vinkonur fá sér huggulegan hádegisverð. Fyrir framan þær á myndinni eru Kristín, Boddí og Heiða. Fréttamynd Reuter.
VL.

Þrátt fyrir að skólinn sé byrjaður aftur - nú af fullum krafti - að þá var okkur boðið í tvö dinner party hjá prófessorum í síðustu viku. Hér eru myndir úr boðinu hjá prófessornum mínum. Þar má sjá myndir af gestgjafanum, Pr. Lemley sem kennir patent, Viðar slæðist líka með á nokkrum myndum, Rolli Rugl er þarna líka og svo bekkurinn minn eins og hann leggur sig.
Boðið hjá prófessornum hans Viðars var á aðeins öðrum nótum, þá var honum boðið ásamt die ganze familie og bent á að þetta væri tilvalið tækifæri til að gefa ömmunni frí. Frú Hildur fékk sem sagt 4 klukkustunda frí s.l. föstudag í boði Stanford University! Viðar var svo hress í boðinu að við náðum strax þeim áfanga að vera boðin í tvö önnur dinner party í þessu dinner party.
Boddí.

Monday, September 04, 2006

Napa-dalssýsla og myndir

Kíkið líka á síðasta blogg. Set inn nokkrar myndir til viðbótar.
All best.
VL.
Mynd tekin meðan allt lék í lyndi. Um 2 mínútum síðar var Borghildi hent út fyrir það sem Kaninn kallar "unauthorized and excessive exploitation of free liquor".
Þreyttir ferðalangar við langborð. Á myndina vantar Bjarna Felixson.
Arnhildur skvísa við Gullnu Geitina.
Gunni freistar þess að gróðursetja Hildi Theodóru í Napa-dal.
Fjárhagslega sjálfstæð kona á besta aldri leitar eftir kynnum við vínbændur. Kann að elda. Á ekki bíl en er með bílpróf. Þarf að sækja börn í skóla eftir hádegi, en er laus fyrir hádegi.

Bíllinn eyðilagður, Napa-dalssýsla o.fl.

Við erum virkilega búin að njóta þessara örfáu daga sem við fengum í frí.

Við vorum búin að plana ferð með hele familien (15 kvikindi) til Napa síðastliðinn föstudag. Rétt fyrir brottför hringdi Boddí í mig grátandi og tjáði mér að elsta núlifandi kona í Bandaríkjunum hefði klessukeyrt pimp-mobilinn okkar. Til allrar hamingju virðist konan atarna hafa verið ágætlega tryggð, auk þess sem hún keyrði um (og á bílinn okkar) á Lexus. Rolexinn á æðaberum úlnlið hennar gaf okkur líka von. Slæmu (eða enn verri) fréttirnar eru hins vegar þær að Stanford Shopping Mall er líka á eftir þeirri gömlu því hún eyðilagði nokkur tré, gangstétt og eitthvað fleira í leiðinni. Allt náðist hins vegar á öryggismyndavél. Konan kvaðst einfaldlega hafa ýtt á bensínið í staðinn fyrir bremsuna. Hver kannast ekki við það? Sárasaklaus mistök - væntanlega Lexus að kenna. Ég legg samt til að Miss Daisy fái sér einhvern til að skutla sér í framtíðinni.

Þrátt fyrir óhappið skelltum við okkur á kengbeygluðum bíl, með beyglaða sál, til Napa-dals. Ég lagði spilin á borðið og krafðist þess að Boddí keyrði til þess að ég gæti dottið í það. Hið sama gerðu svili minn og mávur. Svo var tekið til óspilltra málanna og við duttum í það í vínsmökkun að hætti ódannaðra Íslendinga. Grími svila fannst magnið í glösunum eitthvað ræfilslegt svo hann drakk líka úr hrákadöllunum. Það fannst okkur hinum ógeðslegt.

Ég get eiginlega ekki skrifað meira í bili - mér líður svo illa yfir beyglunni á bílnum mínum. Svo er skólinn að byrja á fullu á morgun. Yfir og út.

VL.
Hélduð þið að ég væri að grínast!? Þetta er stórtjón.
Napa-dalssýsla er fallegur staður, ójá.