Heimilislífið
Nú virðist sumarið vera að skella á hér í Californiu, trén farin að laufgast og blómgast. Viðar búinn að draga fram settið og allir hressir. Bolludagurinn var haldinn hér hátíðlega í gær. Amma Hildur galdraði fram endalaust magn af bollum oní gesti og gangandi. Við tókum líka mjög virkan þátt í Valentínusardeginum. Börnin sendu um 50 ástúðleg kort, allir kennarar fengu hjartalaga konfektkassa og við fullorðna fólkið létum þetta tækifæri ekki fara framhjá okkur og sendum hjartnæm kort hingað og þangað.
Boddí.

