The Crying Game
Sælinú.
Um síðustu helgi fórum við út að borða með Atla og Ellu, vinafólki okkar. Atli valdi staðinn og pantaði borð með nokkurra daga fyrirvara. Maturinn var pottþéttur, staðurinn flottur, viðskiptavinirnir fallegir og allt í gangi.
Það besta var að þjónustustelpurnar á staðnum voru gullfallegar og höfðu gríðarlegan áhuga á mér og Atla. Það þótti mér gaman. Þær struku mér líka gjarnan um bakið þegar þær löbbuðu framhjá eða tóku pantanir. Það þótti mér líka gaman. Svo dönsuðu þær uppi á borðum á klukkutíma fresti. Það líkaði mér vel.
Rúsínan í pylsuendanum var hins vegar sú að stelpurnar voru allar með pylsu í staðinn fyrir rúsínu. Þetta voru semsagt ekki stelpur. Það þótti Borghildi gaman.
Sjón er sögu ríkari.





VL.