Afmælismyndir
Arnhildur Anna, Ella Dóra, Valur Björn og Soewon (sitjandi).
Hildur Theodóra við snyrtiborðið frá ömmu Hildi og afa Lúlla




Arnhildur Anna, Ella Dóra, Valur Björn og Soewon (sitjandi).
Hildur Theodóra við snyrtiborðið frá ömmu Hildi og afa Lúlla
Hildur Theodóra er 5 ára í dag. Af því tilefni verður slegið upp léttri afmælisveislu í garðinum. Amma Hildur er búin að mastera ostakökuna sína og gott ef það er ekki eitthvað fleira í bígerð hjá konunni sem er sett í öll hlutverk hér á heimilinu. Ég gerði tilraun til að gera súkkulaðikremið hennar ömmu Addýjar á afmæliskökuna, en því miður er ómögulegt að ná því hér, og skreytti því kökuna bara þeim mun meir í staðinn...
Við eigum von á íslensku vinum okkar hér í hverfinu og svo LL.M. nemunum sem eiga börn, sem eru beisiklí ekki margir..., sniðgengum reyndar einn Japana sem á tveggja mánaða gamalt barn. Það voru miklar samningaviðræður sem áttu sér stað á milli okkar hjóna hvar ætti að draga línuna, þ.e. hvenær börn væru börn osfrv. Auðvitað hafði ég betur og Japanska pabbanum var ekki boðið. Hann getur því spilað golf í dag.
Boddí. P.S. Ég lofa að koma inn myndum af sjálfu afmælisbarninu síðar í dag...
Hildur Theodóra heldur samviskusamlega á skilti sem henni var afhent í tilefni af komu Tiger Woods.
Glittir í Hollywoodskiltið ef vel er að gáð.
Rákumst á þessa hressu kvikmyndastjörnu á Roosevelt hótelinu.
Hress mæðgin ásamt Viðari Snæ við Pacific Coast Highway
Nei sko, hittum Unnu Maju á Venice Beach
Síðustu vikur hafa verið strembnar fyrir kallinn. Fyrir utan námið þá hefur Borghildur verið frekar óróleg. Fyrst hélt ég að hún væri eitthvað uppþembd eða með gigt, en mér sýnist á öllu að hana sé bara farið að langa í föt og eitthvað glingur. Í næstu viku er svokölluð fly-back vika, en þá fá laganemar frí til að safna kröftum og kaupa glingur fyrir konurnar sínar. Ég ætla að taka kellinguna, múttu og krakkana til Los Angeles í tilefni af því. Ég geri það auðvitað líka í tilefni af því að á föstudaginn kemur verður bíllinn okkar búinn að vera 10 daga á verkstæði, sem er víst einhvers konar met í viðgerðartíma innanhúss. Við vonum að bílaleigubíllinn skrölti.
Jæja komið gott hérna..
kv. Arnhildur Anna ;*