Gestir.
Jæja, við Boddí fórum í fyrsta prófið okkar í gær og eigum frí núna í nokkra daga. Foreldrar Boddíar, systkini og tengdafólk er í heimsókn þannig að við vorum 15 í mat í gær. Mikið álag á kallinum eins og þið getið ímyndað ykkur.
Mér þótti rétt að koma með smá update. Umsjónarmaðurinn með prógramminu hennar Boddíar er Roland nokkur Vogl. Ég kalla hann hins vegar Roland Rugl, enda er maðurinn rugl sætur. Dæmi hver fyrir sig. Maður er strax farinn að sjá eftir að hafa komið hingað. Látið endilega í ykkur heyra ef þið hafið lent í svipuðum aðstæðum og ég.
Það gerist allt löturhægt í henni Ameríku. Við sættum okkur við það. Eftir mikla erfiðleika tókst okkur að hafa uppi á lítilli klíník sem gat tekið börnin í bólusetningu með litlum fyrirvara. Doctor Chong brást afar vel við beiðni okkar og rukkaði okkur ekki um nema 450 Bandaríkjadali fyrir. Ég hló svo mikið að ég ákvað að borga skólagjöldin fyrir alla sem eru með mér í prógrammi. En nú geta börnin okkar semsagt leikið sér við lifrarbólgusmituð börn án vandræða.
Reyndum að týna okkur ekki alveg í lestri og vitleysu um helgina og fórum því til San Francisco á sunnudaginn. Var það jómfrúarferð fyrir flesta Stanfjordbúa, ef ekki alla nema Boddí. Brekkur borgarinnar náðu auðvitað að heilla mannskapinn og líka stemmningin almennt. Það var hins vegar eitthvað allt annað veðurfar (áttum við ekki annars alveg eftir að tala um veðrið...) í gangi inni í borginni en hér hjá okkur í Stanford. En hér í Stanford búum við auðvitað við logn, hita og sól alla daga : )
Þá er fjörið byrjað. Það var nú heldur mjúk lending fyrstu tvo skóladagana. Kynning á lagadeildinni, bókasafninu, tölvudæminu, leiðsögn um campus og þetta helsta. En nú er víst alvaran byrjuð og nóg af lesefni fyrir næstu daga. Reynum að tækla þetta af einhverri skynsemi. Það skal tekið fram að frú Hildur Viðarsdóttir eldri er nú þegar orðin legend hér í Stanford.
Ein lauflétt fyrir framan byggingu lagadeildar að loknum fyrsta skóladegi.
Það hefur tekið okkur töluverðan tíma að koma okkur almennilega fyrir hér í Stanford. Eftir endalausar ferðir í IKEA, BEST BUY, TARGET, COSTCO og þessar helstu basic verslunarkeðjur er þetta alveg að smella saman. Viðar er búinn að mastera samsetningar á IKEA svefnsófum og öðrum nauðsynjum, og Boddí búin að tjúna upp stemmninguna með púðum, kertum og IKEA lömpum. Námsmennirnir allir komnir á hjól og allt að detta í gír. Hildur Viðarsdóttur eldri er með flokkunarkerfi á öllu rusli alveg á hreinu og orðin öllum hnútum kunn í þvottahúsinu í næsta húsi. Hún er líka snillingur í að sjá til þess að við nærumst vel í öllum látunum.
Hildur Theodóra í litla sæta garðinum í litlu sætu skónum sínum
Hetja fjölskyldunnar sem byrjaði á því að skella sér í tveggja tíma enskupróf í Palo Alto High School
Hjólakostur yngstu kynslóðarinnar sem var keyptur á spottprís í uppáhaldsverslun Gunna frænda; COSTCO